Já þetta er að takast jafnt og þétt að eyðileggja allt atvinnulíf og uppbyggingu á Íslandi, þessi stjórn er alveg ótrúlegalega lygin og óforskömmuð í framkomu sinni til fólks almennt og hún heldur í stefnu sína þrátt fyrir að sjá að hún hafi ekki gengið upp. Hvað í ósköpum á almenningur að gera í þessu ástandi? Mér lýst ekki á blikuna ef það eru 12 fjölskyldur á dag sem eru að flytja erlendis eins og stendur, það eru bara 756 fjölskyldur fram til áramóta en það gleður sennilega Steingrím og Jóhönnu því það dregur úr atvinnuleysi að þeirra mati, fleiri flytja og fleiri detta út af skránni. Það verða sennilega bara hækkaðir skattar til þess að brúa þennan fólksflótta.
Uppsagnir hjá Símanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já,það er ótrúlegt að þurfa að hlusta á þennan áróður og bullið í ríkisstjórninni um hvernig hlutirnir eru,að Ísland sé undir meðaltali atvinnuleysis á norðurlöndunum,eins og það sé eitthvað betra og síðast í dag að merki séu um það að stöðugleiki sé að nást vegna þess að verðbólgan mælist ekki nema 3,3 %,auðvitað mælist ekki há verðbólga í efnahagskerfi þar sem er búið að drepa niður allt atvinnulíf,það segir sig sjálft,en þetta eru atvinnumenn í blaðri og bulli,við verðum að hafa það í huga.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:48
Sammála þér Kristján
Það væri mjög gott fyrir skötuhjúin að horfa á þar síðasta þátt Návígi þar sem Páll Skúlason fer yfir hvernig landinu hefur verið stjórnað nánast frá því við fengum sjálfstæði og er vitnað þar í 19 ára gamla grein eftir Pál sjálfan þar sem hann er að benda á að betri, skýrari og menneskjulegri stjórnarhætti skortir á Íslandi og að staðan í dag sé enn verri heldur en hún var þá. Páll er greindur maður og er ég honum mjög sammála honum í öllu sem kom fram, endilega horfið öll á þennan þátt sem lesið þetta og komið því áfram eins og keðjubréfi. Mjög athyglisvert er að Páll telur að vandamál Íslendinga séu ekki efnahagsleg heldur rangar ákvarðanir vegna valdabaráttu á Alþingi.
Tryggvi Þórarinsson, 27.10.2010 kl. 19:41
Drengir drengir - ekki rugla saman - við - þið og ég búum í raunheimi þau búa í draumheimi - það er bara allt annað mál - spyrjir bara narr aðstoðarborgarstjóra - hann býr t.d. í Kardemommubænum sem Múnínálfur.
Þess vegna hafnaði merki Reykjavíkurborgar honum og það gróf í öllu saman.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.