20.1.2011 | 08:42
Mörgum Vinstri rauðum er skemmt en Húsvíkingar er skiljanlega sárir.
Já það kom að því að þessari ríkisstjórn tókst að eyðileggja þetta tækifæri Húsvíkinga og áfram heldur sú stefna að nýta ekki grænar auðlindir Íslands og orðið tímabært að VG skýri flokkinn upp á nýtt því Vinstri grænir á alls ekki við lengur, Vinstri rauðir á betur við núna þar sem þeir skilja hvert byggðarlagið á eftir öðru í blóði sínu og vilja ekki nýta grænustu orku veraldar landsmönnum í hag.
Alcoa sagt ætla að draga sig í hlé á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
(Feitletrun er mín.)
Texti úr ákaflega hressandi grein, The Toxicity of Environmentalism.
Geir Ágústsson, 20.1.2011 kl. 09:47
Tvær raddir fortíðarinnar. Álverssinnar á Íslandi í byrjun tuttugustuogfyrstu aldar verða efni í sögur handa börnum innan fárra áratuga. Í dag eru umskiftingarog nátttröll að verða úrelt í umræðunni.
Nú hefst á ný söngurinn fagri:
"En á hverju eigum við þá að li i ii i i iifa?"
Árni Gunnarsson, 20.1.2011 kl. 10:11
Árni, ég er löngu hættur að hlusta á, við gerum eitthvað annað það hefur aldrei komið eitthvað annað upp á borðið og það er ekki að gerast núna frekar en venjulega. Við erum Íslendingar sem framleiðum hreinustu orku veraldar, það gerist nú varla umhverfisvænna enda virkjanir Landsvirkjunar öllum til sóma umhverfislega.
Tryggvi Þórarinsson, 20.1.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.