27.1.2011 | 13:03
Róbert fór hálfa leið í afsögn þingmennsku en það er byrjunin.
Þetta er allt að koma og með sama áframhaldi segir stjórnin af sér vegna þess bunka af óleystum vandamálum þjóðarbúsins.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Leysir það öll vandamál þjóðarinnar að bæti við stjórnarkreppu á allan glundroða sem er á landinu núna...?
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:00
Hvaðan kemur alltaf þessi hræðsluáróður?
"Ef þessi ríkisstjórn fer þá sökkvum við í stjórnarkreppu."
"Ef við borgum ekki ólöglegar skuldir Icesave þá verður hér eilífur frostavetur."
"Icesave eða DAUÐI!"
Þetta er allt saman argasta vitleysa og það hlýtur að teljast viss stjórnarkreppa þegar alþingi getur ekki einu sinni haldið kosningar með mannsæmandi hætti. Burt með þetta pakk!
Pétur Harðarson, 27.1.2011 kl. 14:04
Ef það kemur stjórnarkreppa þá kemur hún bara en höfum hugfast að forsetinn getur skipað fagfólk til starfa í utanþingsstjórn og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu liðinu á meðan. Síðan þurfa flokkarnir nokkra mánuði til þess að hreinsa vel til hjá sér ætli þeir sér að fá einhver atkvæði þegar kosið yrði. Það þarf nýtt fólk með loforð sem eru rökstudd hvernig á að framkvæma og fyrir hvaða fé og síðan þurfum við atvinnustefnu til þess að byggja þetta land upp.
Tryggvi Þórarinsson, 28.1.2011 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.