29.1.2011 | 12:29
Allar kannanir sýna að fólk vill hætta við stjórnlagaþing.
Það er nú bara þannig að allar skyndikannanir sýna að meirihluti er fyrir því að hætta við stjórnlagaþing en á sama tíma blaðrar Jóhanna að þetta sé vilji fólksins en það er bara ekki rétt. Málið er að almenningur er orðin dauðþreyttur á öllum þessum látalátum hjá stjórninni og vill ekki styðja framkvæmdir og gæluverkefni hennar lengur, það er bara staðreynd sem Jóhann og Steingrímur verða að sætta sig við og afsögn stjórnarinnar myndi létta mikið á fólki því það vill þetta ekki lengur.
Varðandi lög um stjórnlagaþing þá hef ég enga trú á að það yrði farið eftir þeim tillögum sem frá þannig þingi kæmi vegna þess að þetta er ráðgefandi þing og við erum ekki vön því að þessi stjórn hlusti á vilja almennings.
Gagnrýnir löggjöfina um kosningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála! Þetta þing er með veikt umboð, mun veikara umboð en alþingi. Það er fásinna að segja að 25 einstaklingar kosnir af 36,77% þjóðarinnar séu með skýrara umboð frá þjóðinni heldur en 63 alþingismenn sem eru kosnir af 85,1% þjóðarinnar. Það væri því farsælla og líklegra að sátt yrði um breytingartillögur frá alþinginu sjálfu.
Viðar Freyr Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 12:54
Af hverju eruð þið á móti að þróa lýðræðið?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2011 kl. 21:01
Hvað felst í þróun lýðræðis Mosi?
Ekkert stjórnlagaþing = engin þróun? Er það málið?
Sindri Karl Sigurðsson, 30.1.2011 kl. 10:07
Auðvitað er engin á móti því að þróa lýðræðið, málið er að það þarf að gerast á vandaðan og yfirvegaðan hátt og til þess að svo fari verður að vanda til verka. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð til þessa eru fráleit og stjórnvöldum til skammar.
Tryggvi Þórarinsson, 30.1.2011 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.