20.2.2011 | 18:27
Mjög eðlilegt hjá Ólafi en óeðlileg viðbrögð hjá Jóhönnu og Steingrími. Fellum Icesave.
Ég vil byrja á því að þakka forsetanum fyrir að standa með landsmönnum og leyfa okkur að klára þetta icesave mál sem við tókum að okkur að kjósa um og ekki verður afgreitt nema í atkvæðagreiðslu, það er mjög eðlileg niðurstaða og finnst mér undrun Jóhönnu og Steingríms furðuleg hegðun og lítilsvirðing við lýðræðið. Málið er að alþingi hefur ekki fengið nýtt umboð frá þjóðinni til þess að taka einhliða ákvörðun um afgreiðslu þessa máls, það situr enn stjórn sem hefur ekki stjórn á neinu hér á landi og hefur þjóðina ekki með sér, það er ástæða þess að hún nær engu í gegn. Stjórn sem vinnur ekki með fólkinu er ekki góð stjórn og því langbest fyrir alla landsmenn að hún víki strax og kosið verði til alþingiskosninga um leið og Icesave málið, með því spörum við stórfé og fáum nýja stjórn og þá er hnúturinn leystur og alþingi öðlast nýtt umboð frá þjóðinni.
Fellum Icesave samninginn með 80% atkvæða, þjóðin greiðir ekki skuldir einkafyrirtækis.
Undrast mjög ákvörðun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.