Ég spái að 80% felli Icesave, stuðningur er fjarlægur möguleiki.

Það er að mínu mati alveg útilokað að íslendingar styði mál að þessu tagi, það eru engin rök fyrir því nema kannski að það sé komin uppgjöf í landann vegna málsins en það má ekki gerast, alls ekki.
mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru það ekki rök að svo gott sem allir lögspekingar sem komið hafa að þessu máli og eða tjáð sig um það opinberlega mæla með því að það sé betra að samþykkja þennan samning en að láta reyna á dómstólaleiðina?

Hvernig hægt að halda því fram að það séu "engin" rök?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:03

2 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því að þó að við segjum endalaust nei, þá getum við samt endað uppi með reikning sem þarf að greiða er það ekki?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:04

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

lastu ekki fréttina ? Um 60 % íslendinga sögðust ætla að kjósa icesave samninin og það er ekki einu sinni búið að kynna hann. Það er búið að margrökræða þetta mál og benda á ástæður þess afhverju við neyddumst til að semja um þetta mál og hversvegna við komumst af þessari niðurstöðu.

Þegar þessi samningur verður kynntur fyrir íslensku þjóðinni og þegar þú sjálfur gerir þér grein fyrir því hvað það myndi kosta bæði fyrir þig og börnin þín- ef við töpum þessu máli fyrir dómstólum. Þá mun þér snúast hugur.

Það vill nú svo til að upphaf þessa máls má rekja til þess - íslenskir bankar fóru til hollands og bretlands og rændu þar pening af venjulegu fólki - með þeim rökum - að íslensk stjórnvöld myndu ábyrgjast að greiða innistæður.

Þetta er vel vitað og það er einnig vel vitað að ef við töpum þessu máli fyrir rétti- Þá munum við þurfa að borga skuldir sem nema meira en 5.2 % vöxtum- Raunar hafa þeir rétt til að krefja okkur um allt að 7.2 % vöxtum.

Ég hvet þig til að kynna þér samningin og skilja út á hvað hann gengur.

Brynjar Jóhannsson, 21.2.2011 kl. 20:12

4 identicon

Brynjar það er allgerlega fráleitt að hvetja fólk til kynna sér hluti áður en það myndar sér skoðun:)

Símon (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:20

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Munurinn á upplýstri skoðun og óupplýstri er sá að upplýstar skoðanir hafa Íslendingar aldrei myndað sér heldur hafa þeir einungis látið sér duga að hlusta á einhvern vitfyrring  segja sér hvað væri rétt og/eða rangt.

Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tryggvi

Ertu viss um að þú last fréttina eða??

Afneitun einhver??

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband