14.3.2011 | 16:53
Steingrímur vill áfram eignaupptöku á 10 ára fresti, er þetta í lagi?
Hér á landi hefur eignaupptaka átt sér stað á 10 ára fresti þrisvar sinnum undanfarin 40 ár og síðan hrunið 2008, hvers vegna gerist þetta og hvers vegna er sama hverjir eru við stjórn þegar þetta gerist, vinstri, hægri eða miðjumenn? Það hlýtur að tengjast gjaldmiðli okkar sem hefur verið notaður sem skeinupappír fyrir alþingismenn hingað til. Verðbólga. verðtrygging og eignaupptaka er það sem verður hér áfram við lýði ef skoðun Steingríms fær að ráða.
Ég segi, hættum ESB umræðum og tökum upp dollar eða norska krónu einhliða eða tengjum okkur við annan þessara gjaldmiðla, það er ekkert vit í öðru. Evran er að hrynja svo það er ekki kostur.
Steingrímur vill byggja á krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega :)
Óskar Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 18:33
Evran að hrynja! þó hún veikist aðeins er það ekkert miða við hvað íslenska krónan er búin að hrynja mikið!
En hvað með dollarann? Er hann ekki búinn að veikjast helling? Miklu meira en Evran og mun veikjast meira en Evran!
Ef menn vilja gjaldmiðil framtíðarinnar þá er það Kínverskt Yuan.
Yuan-ið á eftir að styrkja stöðu sína á komandi árum og mun taka við af dollaranum sem heims gjaldmiðill. Er ekki spurning að íslendingar verði á undan sinni samtíð og taki upp Yuan-ið strax?
Halldór (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.