16.3.2011 | 09:57
Ekkert rætt um lækkun skatta í samningapakka við ríkisstjórnina?
Jóhanna telur upp verkefni sem allir vita að eru að fara að stað en þetta eru verkefni sem ríkisstjórnin á engan heiður af og á ekki að státa sig af heldur er beðið eftir að ríkisstjórnin komi af stað nýjum verkefnum fyrir utan þau sem eru að fara af stað, því 2.200 störf eru engan vegin nóg.
Til þess að bæta kjör fólks hér í landi verður að lækka tekjuskatta og færa skattleysismörk í 200.000 og sleppa öllum launahækkunun það er að mínu mati eina leiðin án þess að til komi verðbólga og verðlag hækki og éti upp allar launahækkanir á nokkrum mánuðum, þetta þekkjum við íslendingar best allra þjóða og því þá að fara sömu leiðina ef hún hefur alltaf misheppnast.
Síðan verður að taka orð Vilhjálms Egilssonar án þess að ég sé neitt sérstaklega hrifin að störfum hans til alvaralegra skoðunar þess efnis að ef erlend fjárfesting fer ekki að skila sér inn í landið þá dettum við í mikinn forapoll sem þjóðin getur orðið að busla í í langan tíma, vonum að svo fari ekki með tilheyrandi enn meiri skattahækkunum og auknum landflótta, nógur er hann fyrir.
Ganga á fund ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Launahækkanir leiða ekki til verðbólgu meðan þær eru innan þess marks sem annað verðlag hefur hækkað. Því er óhætt að leiðrétta laun til þess er þau voru fyrir hrun, eða um c.a. 15%, án áhættu á verðbólguskoti. Þetta er einungis leiðrétting.
Þegar þetta hefur verið gert er hægt að fara að tala um eitthvert samkomulag um verðstöðnun, en þá verða líka allir að koma að því, ekki bara þeir launþegar sem hafa meðaltekjur eða lægri. Verslun og þjónusta þar einnig að koma að borðinu en mesta og stæðsta áhættan er þó aðkoma ríksins. Þú nefnir að skattleysismörki ættu að vera 200.000,-, ef stjórnvöld hefðu staðið við sitt væru þau nálægt þeirri tölu í dag, en þau sviku það eins og svo margt annað.
Það er ekki nóg með að núverandi stjórn hafi verið dugleg að taka af fólki ýmsar skattalækkanir, sem flestar eða allar eru tilkomnar gegnum kjarasamninga, heldur mun önnur stjórn taka við af þessari, vonandi sem fyrst. Því eru allar aðgerðir sem stjórnvöld lofa einskis virði.
Einhverskonar stöðugleikasáttmáli er því ekki raunhæfur kostu, þar sem ekki á að leiðrétta kjör launafólksins fyrst, verslun og þjónusta hagar sér eins og aldrei hafi komið neitt hrun, sjálftökufólkið í efri stigum launafólks hagar sér eins og það sé á annari plánetu og stjórnvöl hafa algerlega tapað trausti landsmanna.
Sem merki um fyrringu Jóhönnu er þó sá listi sem hún taldi upp á þingi í gær. Þessi verkefni væru flest komin á fulla ferð ef ekki kæmi til öll þau björg sem núverandi stjórn hefur lagt í götu þeirra. Ekki verður séð að neitt lát sé á því, meðan ráðherrar eru svo ósamstíga í öllu sem þeir láta frá sér. Meðan einn situr að samningaborði við fjárfesta er annar að setja reglur sem koma í veg fyrir eða tefja þær sömu fjárfestingar.
Því er réttara að segja að hugsanlega komist þessi verkefni af stað þrátt fyrir núverandi stjórn.
Gunnar Heiðarsson, 16.3.2011 kl. 10:58
Já Gunnar ég er sammála þér í flestu sem þú skrifar hér en miðað við að td margar verslanir sem ég veit til eru að hætta rekstri um þessar mundir og þá spyr ég mig hvort atvinnulífið þolir að greiða hærri laun, því hærri laun þýða líka hærri launatengd gjöld sem eru mjög há um þessar mundir. Það er ástæðan fyrir því að ég vil lækkun tekjuskatta sem skilar sér þá til baka til ríkissjóðs í gegn um veltu fyrirtækja og þá er hægt að fara tala um þessa hringaverkum lægri skatta sem skapa fleyri störf o.s.f.v? Svo er auðvitað jöfnun lífeyrisréttinda gríðarlega stórt mál sem er nauðsynlegt að verði að veruleika í þessari samningalotu.
Tryggvi Þórarinsson, 16.3.2011 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.