Byrjað að kjósa um Icesave án kynningar um kosti og galla?

Það er akúrat í anda þessarar ríkisstjórnar að gera ekki neitt og nú er komið að því að kjósa um Icesave samninginn án þess að ríkisstjórnin geri nokkurn skapaðan hlut í að kynna fyrir okkur um hvað er að ræða. Hræðsluáróður er ekki það sem við þurfum og hefur sýnt sig að höfnun á tveimur samningum hefur ekkert gert okkur illt hingað til og hvers vegna þá núna? Það sem er að í dag er aðgerðarleysi en ekki Icesave.

Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri raddir sem halda því fram að við ættum að fella samninginn því ef hann verði samþykktur þá fari ríkið í greiðsluþrot eftir nokkur ár og þá er nú ekki mikið sem við höfum út úr því að samþykkja samninginn annað en okkar eigið gjaldþrot. Margir halda því fram og telja að þetta mál þurfi að fara fyrir dómstóla því mjög margir lögfræðingar telja að við séum með sterka stöðu og gætum unnið þetta mál.

Eins og staðan er í dag þá hef ég breytt nýjustu skoðun minni úr Já í Nei og þannig verður mitt atkvæði nema til komi mjög sterk rök fyrir því að við lifum af að samþykkja samninginn. Ég ætla líka að bæta því við að almenna umræðan út á götu er að snúast upp í að segja nei og á þar stóran hlut ríkisstjórn Íslands sem hefur aldrei verið í tengingu við fólkið í landinu. Sem sagt Nei við Icesave hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband