5.4.2011 | 21:11
Þvílíkt rugl og vitleysa að Icesave skipti máli í kjarasamningum.
Það er alveg merkilegt að blanda Icesave inn í kjarasamninga sem gerir það einfaldlega að verkum að NEI sinnum á eftir að fjölga mjög og er það hið besta mál.
Að það skuli vera betra að skuldbinda þjóðina til þess að ná kjarasamningum er hneysa og er ekki nokkrum bjóðandi. Ég ætla að spá 75% felli samninginn.
Þarf að endurmeta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það tekur enginn þennan auma lobbýista sem Villi vælukjói óneitanlega er, alvarlega. Þessi siðblindi vesalingur hefur engan trúverðugleika.
Guðmundur Pétursson, 5.4.2011 kl. 22:00
Já Tryggvi, Það er vægast sagt undarlegt ef það skapar hagsæld að auka skuldir þjóðarinnar, að samþykkja það að landinn sé rændur um hábjartan dag.
En Guðmundur Pétursson, hvað með hin vælukjóann?
Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2011 kl. 22:16
Auðvitað skiptir niðurstaðan í ICESAVE máli í kjaraviðræðum. Verið ekki með þessa afneitun.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.4.2011 kl. 22:17
Já Emil, afneitun á ekki við hérna þar sem Ísland hefur ekkert fundið fyrir því að hafa hafnað Icesave síðast, heldur hefur staðan lagast. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið að einbeita sér að uppbyggingu hér á landi og það er vandamálið. Lánamarkaðir eru víða heldur en í Evrópu og að auka skuldir er ekki vænleg leið til þess að fá frekari lán.
Tryggvi Þórarinsson, 6.4.2011 kl. 08:22
Hafðu í huga að við höfum ekki ennþá hafnað því að semja um ICESAVE og því hafa afleiðingar þess ekki komið í ljós. Ef við fellum þennan samning þá væri það líklega endanleg höfnun á að við viljum semja. Fram að þessu höfum við alltaf fullyrt til í alþjóðasamfélagsins að ICESAVE væri í ferli og það yrði líklegast samið.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.4.2011 kl. 08:43
Bretar og Hollendingar fá sína 650 milljarða þrátt fyrir að við segjum nei það er alveg á tandurhreinu, þrotabúið skilar sínu. Það er ekki höfnun að setja málið til dómstóla og Hollendingar og Bretar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og því mjög líklegt að þeir byðji um frekari samningalotur sem gætu þá endað með því að við greiðum þetta vaxtalaust.
Tryggvi Þórarinsson, 6.4.2011 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.