6.4.2011 | 08:34
Plott stjórnvalda, SA og ASÍ til þess að kúga fólk.
Þetta segir allt sem segja þarf að vinnubrögð stjórnvalda hafa ekki verið okkur almenning í hag því stefnan hefur verið og er á fjármálafyrirtækjum (að endurbyggja upp allt of stórt bankakerfi) og það kemur niður á velferð fjölskyldna í landinu. Áherslan hefur ekki verið að byggja hérna upp, hvorki velferðakerfi, atvinnu né sanngjarnar leiðir á lánaleiðréttingum. Þetta er aðalvandinn.
Þetta nýjasta útspil Steingríms og Jóhönnu að fá SA og ASÍ til þess að gera tilraun að kúga fólk til þess að samþykkja ónýtan vaxtasamning (Icesave) er að leggjast eins lágt og hægt er enda þótti ég sjá einhvern óþokkasvip á hjúunum eftir samræður undanfarinna daga við þessa háu herra.
Við eigum þennan kost að fella Icesave sem er nauðsynlegt að mínu mati og vonandi verður það þá til þess að í framhaldinu hrökklist þetta landráðafólk frá völdum sem gerir þessa örvæntinga tilraun að kúga okkur eins og Bretar og Hollendingar eru að gera.
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.