11.4.2011 | 09:59
Sóum ekki meiri tíma, AFSÖGN strax í dag.
Íslendingar hafa ekki meiri tíma til þess að bíða eftir aðgerðum sem eru marklausar, við þurfum nýtt fólk strax svo fara megi að reysa þjóðina við, utanþingsstjórn ef ég má ráða.
Styrkur ríkisstjórnar metinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
EF RÁÐAMENN BÆRU VOTT AF VIRÐINGU FYRIR ÞJÓÐ SÍNA ÞÁ VÆRI KOMIN ÞJÓÐSTJÓRN EKKI MEÐ EINUM NÉ NEINUM RÁÐHERRA NÉ ÞINGMANNA SEM NÚ ERU Á ÞINGI, EN HAFI FORSETI EINHVER RÁÐ TIL AÐ LOSA OKKUR VIÐ ÞETTA LIÐ Á ÞINGI ÞÁ BIÐ ÉG AÐ HANN BEITI SÉR FYRIR ÞVÍ SEM ALLRA FYRST.
Jón Sveinsson, 11.4.2011 kl. 10:23
Já Tryggvi ég er sammála þér og ekkert annað að gera í stöðunni. Jón allar aðgerðir Ríkisstjórnarinnar eru gerðar á bak við luktar dyr vegna ótta... Þau vita að það sem þau vilja er ekki það sem Þjóðin vill, og heyra orð Steingríms þar sem hann gaf það eiginlega í skyn að þjóðin viti bara ekki sjálf hvað henni sé fyrir bestu...
Þau tala niður til Þjóðarinnar og Forseta og það eitt og sér ætti að vera nóg til þess að henda þeim út úr húsi og setja þau beint á atvinnuleysisbætur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 11:04
Já þetta er ófremdarástand að hafa þetta fólk við stjórn áfram en ég var að vona að forsetinn myndi leysa stjórnina frá völdum í gær er það fór nú ekki svo. Það er alveg með ólíkindum hvernig talað er niður til forsetans og alveg til hárborinnar skammar og niðurlægjandi fyrir þá sem tala svona. Forsetinn var að byðja um að við bærum virðingi fyrir hvort öðru og stæðum saman en svo kemur frá stjórnarþinmönnum alveg þversögnin á þá ósk. Það segir okkur að stjórnin ætlar að halda áfram virðingarleysi sínu gagnvart almenningi og hlusta ekki á vilja þjóðarinnar að þessi stjórn sé ekki það sem hún vill eins og bæði Icesave kosningin og skoðanakannanir sýna.
Það er spurning hvort það þarf að koma að stað undirskriftarlista til forsetans með þá ósk að stjórnin sé leyst frá völdum og utanþingsstjórn skipuð á meðan alþingi endurskipuleggur sín markmið og vinnubrögð til framtíðar? Alþingi er allavega löskuð stofnun með aðeins 11% taust þjóðarinnar sem er ekki bjóðandi.
Tryggvi Þórarinsson, 11.4.2011 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.