28.5.2011 | 15:51
Koma svo VG grænir, fjölgum álverum hið fyrsta.
Það er ekki annað hægt en að gantast svolítið með blessaða VG liðið sem hefur ekki tekist að skapa eitt starf eftir að flokkurinn komst í stjórn og allt hefur mistekist sem lagt var upp með, hvert og eitt einasta atriði. Það verður ekki vinstri stjórn á Íslandi næstu 300 árin allavega sem betur fer. Það sem er svo magnað með VG er að það komst í stjórn með ákveðnum kosningarloforðum sem hafa svo öll verið svikin og kjósendur þeirra sitja sveittir eftir og naga handabökin og hugsa, hvað hef ég gert með því að veita þeim atkvæði mitt. Svona er Ísland í dag.
Hækkandi álverð skilar auknum tekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hér á bloggsíðum linnir ekki brennimerkingum þar sem VG eru kallaðir kommúnistar og jafnvel öll ríkisstjórnin kölluð kommúnistastjórn. Svo er ég að lsa eina bloggfærslu þar sem ritarinn T.Þ. hæðist að vinstri grænum fyrir að hafa ekki skapað eitt einasta starf á stjórnartíð sinni.
Þú hlýtur að vera kommúnisti Tryggvi. Enginn hægri maður lætur sér til hugar koma að ríkisstjórnin eigi að skapa störf!
Ég vil láta einstaklingana sjá um að skapa störf því ég vil ekki ríkisrekin fyrirtæki.
En ég er auðvitað ekki kommadindill.
Árni Gunnarsson, 28.5.2011 kl. 17:10
Mátt ekki gleyma því Árni að Vinstri grænir hétu áður Alþýðubandalag,þar áður Sósilistaflokkur og þar áður Kommúnistaflokkur.Og varðandi atvinnusköpunina er það rétt hjá þér að það eru einstaklingarnir sem eiga að skapa störf en stjórnvöld eiga að hlúa að atvinnusköpun en ekki reyna að koma í veg fyrir það eins og virðist vera í tísku núna.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 17:44
Engar forsendur til framtíðar eru fyrir þessu. Nú er Bandaríkjamenn hver af fætur öð'rum að gera sér grein fyrir að urða einnota álumbúðir er eins og hver önnur vitleysa. Endurvinnsla er framtíðin. Endalaus sólund á hráefnum er leiðin til glötunar.
Þegar Bandaríkjamenn hafa tekið upp endurvinnslu á einnota álumbúðum má loka öllum álbræðslum í allri N-Evrópu!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2011 kl. 22:03
S.l. þriðjudag birtist eftirfarandi grein eftir mig í Mogga:
Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga?
Hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af áli á íbúa og hér á landi. Tekjur íslenska þjóðarbúsins af álvinnslu eru gróft reiknaðar nálægt því að vera þriðjungur þjóðartekna, hinir tveir þriðjungarnir koma af ferðaþjónustu og útflutningi af fisk og fiskafurðum.Ljóst er að þegar Bandaríkjamenn taka upp endurvinnslu á einnota dósum og öðrum umbúðum úr áli, mun draga mjög úr þörf þeirra á frumvinnslu áls. Talið er að í BNA sé meira ál notað í einnota umbúðir drykkjavöru en framleitt er í öllum álverum um norðanverða Evrópu! Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Er ekki mjög sennilegt að eigendur álbræðslanna hér á landi reyni að bæta rekstrarumhverfið með því að fá rafmagnið á lægra verði og draga úr mengunarvörnum? Þá er sennilegt að þeir reyni að flytja inn ódýrara vinnuafl. Og ef þeim verða ekki að óskum sínum, hóta þeir að loka verksmiðjunum. Allt þetta mun þýða fyrir okkur aukið atvinnuleysi.Því miður var ofurkapp lagt á, að efla atvinnu hér á landi í skamman tíma með uppbyggingu einhliða atvinnugreina. Og enn heyrast raddir að bjarga íslenska þjóðfélaginu með fleiri álbræðslum!Ruðningsáhrif álbræðslunnar og Kárahnjúkavirkjunar
Á undanförnum árum hafa ruðningsáhrif einhliða atvinnuuppbyggingar komið berlega í ljós. Við skulum taka eitt dæmi: Barri hefur verið stærsta skógplönturæktunarstöð á Íslandi og var lengi á Egilsstöðum. Í þeirri gríðarlegu þenslu í atvinnulífi á Austurlandi varð þessi stöð að víkja og á svæðinu voru byggðar stórar íbúðablokkir sem nú standa að mestu leyti auðar. Skógræktarstöð á nýjum stað þarf langan undirbúning t.d. við ræktun skjólbelta. Þessi flutningur sem þurfti að ganga hratt yfir, kostaði mikil útgjöld. Áföll bæði vegna bankahrunsins og skjólleysis olli skógræktarstöðinni miklu tjóni. Vonandi tekst að forða þessari mikilvægu starfsemi frá gjaldþroti og að hún gæti fengið að dafna eins og fyrr.Því miður ber ekki öllum stjórnmálamönnum sú gæfa að vilja byggja upp atvinnulíf á okkar eigin forsendum og þörfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa mesta atvinnu. Fjölbreytt atvinnulíf verður síður fyrir áfalli. Áliðnaður er og verður alltaf gagnrýnisverður. Svo gæti farið að álbræðslur hverfi frá landinu rétt eins og síldin forðum.Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2011 kl. 22:11
Nei Árni minn, seint verð ég kommúnisti en reyndar var þetta létt grín til Steingríms og co vegna þess að ekkert hefur gengið upp hjá þeim blessuðum fyrir utan það að hluti þjóðarinnar þjóðin sveltur vegna þess að allt kapp er lagt í að halda ríkissjóði innan ákveðins ramma, eins og það megi ekki rétta hann af á lengri tíma.
Ég er miðjumaður Árni og mun vera það á meðan ég lifi.
Ríkið skapar alltaf mörg störf með alls kyns framkvæmdum og er alveg sama hvort það er hægri eða vinstri stjórn, ríkið getur skapað mörg störf með hinum og þessum leiðum sem kannski koma einskaklingum vel til þess að halda uppi rekstri.
Tryggvi Þórarinsson, 30.5.2011 kl. 20:35
Að fjölga álbræðslum væri mikið glapræði eins og staðan er í dag. Mjög líkleg þróun er að lögð verði meiri áhersla á endurvinnslu áls en unnt er að endurnýta ál nær 100% ef skil ganga upp.
Við getum lagt áherslu í atvinnuuppbyggingu á fjölmörgum sviðum á okkar eigin forsendum. Ferðaþjónusta er í mikillri uppsveiflu, Tónlistahúsið opnar möguleika til aukins ráðstefnu- og tónlistahalds í landinu. Þá getum við lagt meiri áherslu á skógrækt með langtímamarkmið í huga osfrv. osfrv....
Miðað við hvað hvert starf í álinu kostar, væri unnt að koma fleiri störfum með minni tilkostnaði.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.5.2011 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.