7.7.2011 | 22:22
Tvö mjög erfið ár framundan fyrir íslendinga.
Nú er það ljóst að stefna núverandi stjórnar hefur mistekist og tekjur eru að dragast saman sem er afleiðing minnkandi atvinnu og fólksflótta sem er bara að byrja. Útflutningstekjur hafa ekki aukist þrátt fyrir hagstætt gengi fyrir þær greinar og segir það sína sögu. Það getur orðið íslendingum mjög dýrt ef breytingar á lögum í sjávarútveg verða að veruleika vegna þess að erfitt og tímafrekt getur orðið að hnekkja lögunum þegar ný og betri stórn tekur við. Nú erum við búin að sjá hvað Steingrímur og Jóhanna eru að fara án samþykkis þjóðarinnar og því brýnt að koma þeim frá völdum sem allra fyrst. spurningin er bara hvernig? Ég spái því að hérna sé skálmöld framundan vegna tekjuleysis ríkissjóðs, þá er ég að tala um stöðnun næstu tvö ár.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.