Skapa atvinnu, virkja, lækka skatta og olíugjald, það er leiðin.

Þessi stjórn okkar fundar og fundar mánuðum saman en það gerist bara ekki neitt í landinu nema að Steingrímur segir að allt sé í blóma en því miður þá er hann einn um þá skoðun.

Við framleiðum grænustu og verðmætustu orku veraldar sem á að vera okkar aðal auðlind og á að duga vel til þess að halda uppi góðu velferðakerfi og skapa okkur mikil tækifæri til sóknar, við verðum að fórna eihverjum landsvæðum til þess að virkja meira og við verðum að fara að laða að fjármagn til þess að nýta orkuna hér á landi og einnig þurfum við að selja orku á háu verði í gegn um sæstreng. VG kallar sig grænan flokk og því kjörið að framleiða nógu mikið af grænni orku. Ekki funda um þetta bæstu tvö árin, byrjið að framkvæma.

Við lifum ekki á ferðamönnum einum og saman, ferðamönnum sem eyða litlu fjármagni hér á landi og síðan er nú mjög athyglisvert að krónan skuli samt gefa eftir þessar vikur sem erlent fjármagnsstreymi er hvað mest sem er fáranlegt og sýnir hvað landinu er illa stjórnað eða nánast án peningastefnu.

Ég hvet alla til þess að undirrita áskorum Hagsmunasamtaka Heimilanna til stjórnvalda.

 


mbl.is Fundað um fjárlagagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður gert akkúrat öfugt !

Alveg einsog síðast....

Maður fer ná að spá í Noreg, þótt maður sé ekki ungur...

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:13

2 Smámynd: Þórarinn Snorrason

"Heimildarmenn VG sögðu við Morgunblaðið að ljóst væri að endurskoða þyrfti ramman, ekki síst með tilliti til kjarasamninga, sem nýlega voru staðfestir".

eins og sá sem ritaði hér að ofan sagði þá verður þetta öfugt enda kommúnistahugsjón ríkisstjórnar hafta, miðstýringar og afturhalds að verki og herra fáviti sigfússon getur ekki hugsað sér að þegnar landsins rétti úr kútnum eða fari að getað lifað einhverju sómasamlegu lífi.  nei, hér skal öllu haldið í höftum okurskatta og afturhalds. ég þori að veðja að það hlakkar í karli núna. ég vil þessa óstjórn burt strax áður en hún eyðileggur landið mitt frekar.

Þórarinn Snorrason, 8.7.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband