Kaldhæðnisleg frétt þar sem verðbólga hefur hækkað um rúmlega helming og skuldir hækka.

Já svona er Ísland í dag, heimilin hætt að safna skuldum, ég reyndar skil ekki hvernig hægt er að fá þessa niðurstöðu en kannski er þetta samhengi frá 1.8% verðbólgu sem var í lok síðasta árs en í dag er hún 5% og þá eru verðtryggðar skuldir að stórhækka á hverjum degi. Það er mat margra að kjarabæturnar séu nú þegar uppétnar og er það trúlega rétt þar sem farin var þessi gamla úr sér gengna leið að hækka laun beint sem aldrei hefur gengið upp þannig að kjarabætur haldist óskertar. Og samkvæmt frétt sem ég las í gær þá eru hækkanir í íbúðarverði litlar og mun minni en fasteignasalar og stjórnvöld hafa verið að láta hafa eftir sér, það eru einhverjar sérstakar eignir sama hafa hækkað lítillega og þá er spurningin komin upp enn og aftur, er sú staða mætt hjá okkur að íbúðarverð hækkar það lítið að fólk er farið að tapa á nýjan leik af því að eiga íbúðarhúsnæði vegna einhverrar vísitölu sem ráfar hér um að étur allt sem hún kemst yfir.

Ég varaði fólk við því fyrir mörgum mánuðum síðan að láta ekki plata sig og taka verðtryggð lán til íbúðarkaupa og vonanandi hlustuðu einhverjir á mig og biðu, við verður að bíða og sjá hvað verður hér í boði á næstu árum í lánamálum. Mín skoðun er sú að hér verði mjög erfið 2 ár framundan og í raun ætti ríkið að falla frá öllum framkvæmdum og safna gjaldeyri til þess að eiga fyrir afborgunum lána eftir 3 ár. Einkaframtakið er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá þroti en því er haldið niðri af sitjandi stjórn og því bara spurning hvenær næsta stjórn kemst að borðinu til þess að snúa að þessari arfavitlausu leið sem er að kafsigla okkur. Þessi stjórn kemst aldrei aftur að borðinu og þar er vonin.


mbl.is Heimilin eru hætt að safna skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skrítinn útreikningur hjá þér Tryggvi. Ef verðbóla er 1,8% og hún hækkar um helming yrði hún 0,5 * 1,8 +1,8 = 2,7%.

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 08:45

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Rúmlega helming ef það er skárra, en ef eitthvað hækkar um helming 1 króna verður helmingi hærri þá eru það 2 krónur að mínu mati og því ætti þetta að vera 3,6% en ekki 2,7%. En ég var ekki að skrifa um stærfræði heldur alvarleika hækkandi lána.

Tryggvi Þórarinsson, 26.7.2011 kl. 08:50

3 Smámynd: Landfari

Tryggvi, það er mjög áríðandi vegna alvarleika málsins að fara rétt með. Helmingur er og hefur alltaf verið það sama og 50% eins og Hörður bendir á. Þetta er ekki spurning um stærðfræði heldur íslensku.

Þegar þú hækkar eitthvað um helming hækkarðu það um helming eða 50% af þekktu stærðinni sem þú byrjaðri með, ekki hleming af útkomunni þegar búið er að reikna dæmið.

Landfari, 26.7.2011 kl. 17:05

4 identicon

Nei tryggvi, þetta er ekki bull hjá mér. Stærðfræðilega er 1,5 hlemingi hærri tala en 1. Helmingur af 1 er 0,5. Ef við bætum 0,5 við 1 fáum við 1,5. 2 er tvisvar sinnum hærri tala en 1, ekki helmingi hærri!

með kveðju, Jón

jonjonsson57 (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 19:58

5 Smámynd: Landfari

Nú sköplast þér aðeins kæri jonjonsson 57.

Einsog þú réttilega bendir á er helmingur af 1 = 0,5 og 0,5 meira en 1 er 1,5. á sama hátt er tvisvar sinnum 1 = 2 og 2 meira en einn er =3 en en ekki tveir. þess vegna er 3 tvisvar sinnum meira en 1 og 2 einu sinni meira en 1.

Meira / hærra / stærra / lengra en eitthvað annað á við mismuninn á þessum tveim stærðum en ekki endanlegu stærðina, nákvæmlega eins og þú vísar til í fyrri hluta athugasemdar þinnar. Þess vegna er 10 níu sinnum stærra en 1 því munurinn á 10 og einum er 9. 10 er hinsvegar tíföld stærðin á 1 og 2 tvöföld stærðin á 1 en ekki tvisvar sinnum meira því þá ertu að tala um mismun en ekki endanlegu stærðina eins og áður er fram komið.

Á íslensku og öllum öðrum málum sem ég kannast við vísar meira en í mismun á tveimur stærðum, oft sem hlutfall af minni stærðinni en ekki endilega. Ef ég á hundrað kall og þú átt hundrað kalli meira en ég er augljóst að þú átt 200 kr. Þú átt samt ekki tvisvar sinnum meira en ég því þú átt bara hundrað krónum meira. Þú átt hinsvegar 2x það sem ég á því þú átt 200 kall en ég bara hundrað.

Ef eitthvert tré er 75 cm hærra en eitthvert annað tré segir það ekkert um stæðina á trénu nema það hlýtur að vera a.m.k. rúmlega 75 cm en gæti eins verið 10 metra hátt. Það er eingöngu verið að tala um mismun á hæð trjánna en ekki hæðina sjálfa.

Landfari, 29.7.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband