27.9.2011 | 14:16
Sár og svekkt yfir sannleikanum, það er skiljanlegt.
Það er ekki annað hægt en að taka undir ummæli Vilhjálms því þau eru sönn og ekki hægt að hrekja þau þar sem atvinnulíf á íslandi á undir högg að sækja og er hratt hnignandi og sést það mjög vel á landflótta sem er miklu meiri heldur en ég hélt eftir að hlustað á mann götunnar og ekki lýgur hann.
Það er ljóst að VG fólk sem hefur ávallt talað um að gera eitthvað annað en byggja álver og virkja ætlar ekki að gera eitthvað annað, það er sést best á þeim ótrúlega hroka sem VG fólk getur beitt að fólki sem hyggur á fjárfestingar hér á landi, þetta er bara með ólíkindum. Getur þetta fólk ekki mótað sér stefnu og sagt hreint og beint á hverju þjóðin á að lifa og hvar á að skapa atvinnu, það er kallað atvinnustefna. Og hvar er Samfylkingin, hún er einfaldlega undirokuð til þess eins og halda í stólana.
Það er komið að leiðarlokum hjá Jóhönnu og co, þjóðin hefur snúið baki við þessari stjórn og þá á hún að fara frá, takk fyrir.
ALLIR Á AUSTURVÖLL KLUKKAN 10. Á LAUGARDAG.
Sár og svekkt vegna orða SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna með síðasta kommnann sér við hlið, á eftir að sjá mótmæli sem fara í sögubækurnar.
Birgir Örn Guðjónsson, 27.9.2011 kl. 14:26
Mætum öll á Austurvöll og losum okkur við þessa norrænu HELferðarstjórn. Þjóðin sýndi svo ekki varð um villst að hún gat losnað við Geir og svikahrappinn Ingibjörgu Sólrúnu sem sagði að þjóðin væri ekki þjóðin. Losum okkur við norrænu HELferðarstjórn og þau svikahjú Jóhönn og Steingrím! ALLIR Á AUSTURVÖLL KL. 10 Á LAUGARDAGSMORGUNINN.
corvus corax, 27.9.2011 kl. 14:32
Ég styð þessi mótmæli af heilum hug. En ég vil líka að það sé fyrirfram ákveðið hvernig landslagið verður EFTIR að þessi stjórn verður hrakinn frá. Og þá er það ljóst í mínum huga að EKKERT annað komi til greina en UTANÞINGSSTJÓRN. Mér væri meinilla við það að láta taka mig í þurrt rass..... aftur. Ég tók þátt í að koma Sollu og Geir frá völdum, ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að koma Jóhönnu og Steingrími frá völdum, en EKKI til þess að fá yfir okkur Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn aftur.
Dexter Morgan, 27.9.2011 kl. 14:42
Ég vil kosningar strax. Í þvottavélina með þingmenn að sækja endurnýjað umboð til þjóðarinnar. Látum meirihlutann vera heilshugar að baki næstu ríkisstjórn. Eftir tvær byltingar sjá þeir kannski að þjóðin mun taka umboð sitt til baka ef ekki er staðið við orð sín. Ég vil enga utan þingsstjórn heldur ríkisstjórn með sterkt umboð sem ætlar að standa við loforð sín.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.9.2011 kl. 16:00
Jú vinur, Framsóknarflokkinn,sá er búinn að standa sig.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.