Mesta spilling sem verið hefur á þessi landi frá upphafi að mínu mati. Norrænnt hvað?

Þó ég hafi ekki lifað nema í rúm fimmtíu ár þá hef ég ekki lifað aðra eins spillingu í þessi þjóðfélagi heldur en nú er og hef ég ekki lesið um að hún hafi verið svona rótæk fyrir minn tíma.

Það er sama hvar borið er niður, td. stjórnmálin þar sem menn hafa leikið sér með almannafé til þess að styrkja hinar og þessar fjármálastofnanir og síðan taka þær stofnanir við og leika sér með fé viðskiptavina sinna til þess að fara í samkeppni við fyrirtæki sem eru rekin af einstaklingun eða hlutafélögum og allt gerist þetta þegar hin norræna velferðastjórn tekur við en þá veit maður hvað stendur á bak við þann titil.
Síðan má nefna eftirlitsstofnanir sem virðast vera gjörsamlega óvirkar, og á ég þar við Samkeppnisstofnum, Fjármálaeftirlitið, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra en þessir ráðherrar hafa dregið fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdóm fyrir sömu afglöp og þeir eru að fremja um þessar mundir.

Það getur ekki gengið að reka heila þjóð á þessum forsendum að almenningur sé látinn þola endalausar skattahækkanir og hækkanir á opinberri þjónustu á meðan fjármálastofnanir leika lausum hala undir stjórn erlendra vogunarsjóða.
Þessi þjóð heitir Ísland og rekur sig á að framleiða græna orku sem verður að virkja, fiskveiðar eru stór þáttur og að honum þarf að fara varlega að til þess að eyðileggja ekki þann útveg og að síðan er það ferðaþjónusta en ef þetta er allt virkt þá værum við ekki í djúpum skít eins og er í dag. Allar þessar greinar skapa störfin sem við þurfum og síðan taka hina greinarnar við verslun og þjónusta þegar fólk eignast peninga til þess að eyða.

Þetta er Ísland í dag.


mbl.is Ummælin ekki pólitísk afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband