Maðurinn á götunni spáir betur en stjórnvöld.

Það er sama hvar borið er niður, maðurinn á götunni spáði því að landflótti yrði mikill og er hann enn að aukast, þetta hefur ræst og það er skýringin á minna atvinnuleysi, færri sem búa í landinu. Við erum að mennta fólk til þess að það geti starfað erlendis.

Maðurinn á götunni hefur sagt að skuldavandamál heimila séu mun alvarlegri heldur en stjórnvöld halda, nú er að komið að því að greiðsluviljinn er ekki að verða neinn og fólk tekur að sjálfsögðu þær ákvarðanir að kaupa á sig gjaldþrot og byrja upp á nýtt, það er ekki neinn vilji frá stjórnvöldum að koma í veg fyrir að þessi þróun fá að blómstra og því verður þetta niðurstaðan og fjármálastofanir munu eignast þúsundir íbúða næsta árið.

Maðurinn á götunni er búin að átta sig á því að það er lífeyrissjóðir, Íbúðarlánasjóður og bankar sem halda uppi himinháu leiguverði hér á landi með því að koma ekki þeim hundruðum íbúða á leigumarkað sem þeir eiga, allt planað og þessu var spáð af manninum á götunni.

Maðurinn á götunni hefur haft áhyggjur af eignarhluta banka í fyrirtækjum og þeim fjármunum sem ausið er í þau í samkeppni við manninn á götunni og er það orðið ljóst að þannig er það.

Maðurinn á götunni hefur sagt að hann muni ekki styðja inngöngu í ESB og hann hefur sagt að engin tiltrú sé á störfum alþingis er þar með ekki tímabært að núsitjandi ríkisstjórn segi af sér þar sem hún hefur ekki mannin á götunni með sér þar sem það er hann sem virðist ávallt hafa rétt fyrir sér?


mbl.is Fimm flytja úr landi á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Þetta þýðir að hátt í 20000 störf hafa tapast frá hruni !

Stefán Þ Ingólfsson, 26.10.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að halda áfram að berjast gegn þessari landráðastjórn og bankamafíu með öllum tiltækum ráðum!

Sigurður Haraldsson, 26.10.2011 kl. 20:24

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Maðurinn á götunni er búin að átta sig á því að það er lífeyrissjóðir, Íbúðarlánasjóður og bankar sem halda uppi himinháu leiguverði hér á landi"

... og húsnæðisverðinu líka.  Húnæði er ennþá grunsamlega hátt metið.

En já, það er mjög margt sem bendir til þess að stjórnvöld séu með greind undir meðallagi - og það talsvert langt frá fyrsta staðalfráviki.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.10.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband