Ögmundur virðist óhæfur til þess að gegna ráðherrastarfi.

Það lítur greinilega þannig út samkvæmt svörum Ögmundar varðandi Nubo að ráðherrann gerir sér ekki einu sinni grein fyrir þeim tekjum sem af svona framkvæmdum verða, það liggur fyrir áætlun frá þessum manni og að sjálfsögðu færa hundruðir starfa miklar tekjur í ríkissjóð, það sér meira segja barn á grunnskólastigi. Þessi maður er algerlega óhæfur til starfa að mínu mati og á að segja af sér þingmennsku hið allra fyrsta svo þjóðfélagið geti farið að snúa sér að því að afla tekna áður en þorri fólks verður fluttur úr landi.
mbl.is „Sporin hræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óhæfur vegna hvers spyr ég, er það vegna þess að hann er ekki tilbúin að selja Landið okkar í burtu hverjum sem er, það nægir að líta á lagarammann til þess að segja nei....

Eða á kannski bara að gera eins og gert var með skúffufyrirtækið Magma...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 16:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gengur þú útfrá því, Tryggvi, að Nubo missi áhugann ef honum býðst að leigja landið en ekki kaupa? Eru þá ekki rekstraráform hans yfirskin vegna einhverra annarra hagsmuna?

Kolbrún Hilmars, 8.11.2011 kl. 17:23

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk er neikvætt gagnvart þessu "eitthvað annað" sem VG hefur alltaf verið að tala um, nú er það komið og þá eru viðhorfin þessi.

Hvers vegna er ekki hægt að hugsa þetta á jákvæðum nótum eins og, já, það er athyglisvert og gott að það er til maður á hnettinum sem er tilbúin að fjárfesta hér á landi, þetta er tækifæri sem verður að skoða en jafnframt skoða hvaða samningar geta legið á bakvið þessa hugmynd. Samningar um nýtingarrétt, hömlur sem lóðinni verða að fylgja ef hann kaupir, vatnsréttindi og fl.Tildæmis væri hægt að setja sem bindandi fylgiskjal hver framkvæmdaáætlun er o.s.f.v.

Fólk verður að hætta þessari bévítans neikvæðni og fara að hugsa jákvætt og skoða hvert tækifæri með opnum huga. Þarna er landsvæði sem er það ömurlegt að mér dettur ekki í huga að fara þarna eftir að nýji vegurinn austur kom í gagnið og það hlýtur því að vera gott ef hægt er að koma þarna upp ferðaþjónustu sem skapar fólki og ríki miklar tekjur.

Tryggvi Þórarinsson, 9.11.2011 kl. 09:40

4 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér Tryggvi.

Ingibjörg: geturðu útskýrt það fyrir okkur hvernig farið er að því að "selja jörð út úr landinu..??", er þá hver hektari jarðarinnar settur í gám og sendur til Kína...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:27

5 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Góður Helgi.

Tryggvi Þórarinsson, 9.11.2011 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband