23.1.2012 | 10:37
Þorramaturinn hækkaði um tæp 54% á einu ári. Kaupmáttur eykst?
Ég verð bara að koma með þetta innlegg þegar maður sér því fleygt fram að kaupmáttur sé að aukast en eins og almenningur hefur fundið fyrir þá hefur allt hækkað langt umfram kauphækkanir undanfarna mánuði. Getur þá staðist að kaupmáttur launa hækki á sama tíma?
Ég er í smá hóp sem heldur þorrablót árlega og er um að ræða 10 manns og hef ég haft þá reglu að að halda utan um það magn sem til þarf þar sem ég sé um innkaupin og hef ég haldið utan um kostnaðinn líka.
Árið 2010 kostaði pakkinn 18.352. Árið 2011 kostaði sama magn 18.879 og nú árið 2012 kostaði sama magn 28.758 eða tæp 54% hækkun á milli ára.
Þarf fleiri orð um að kaupmáttartölur séu bara rugl og standast ekki?
![]() |
Kaupmáttur launa hefur hækkað um 3,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.