Það er alveg ótrúlegt að VG maður skuli tala svona þar sem hans eigin flokkur er á leiðinni til fjandans með þessa þjóð og ekki er hægt að kenna hruninu um allt. Það er forgangsröðunin sem er alveg skelfileg hjá þessari ríkisstjórn VG manna.
Fyrst voru það bankarnir sem voru allt í einu orðnir bestu vinir Steingríms.
Síðan er kastað eins miklum peningum og mögulegt er til þess að sækja um inngöngu í fallandi ESB og segja sögur að bæði þjóðverjara og frakkar verði búnir að leggja evrunni innan 2 ára og hvað þá?
Svo er það Landsdómur, moka peningun í þann skrípaleik. Það er ekkert sem bendir til að Geir fái dóm í þessi máli, ekkert. Það eru 15 dómarar í þessu máli og hver og einn þeirra fær 900.000 á mánuði í þrjá mánuði eða samtals 40.500.000 bara í laun og á örugglega eftir að falla til annað eins í þessu skrípa máli eða miklu meira.
Svona má lengi telja VG er á móti fólki og atvinnu. Björn Valur ætti að líta í eigi barm áður en svona talsmáti er notaður í okkar alþingi sem hefur nánast ekkert traust frá þjóðinni í dag.
Ósmekklegasta ræðan á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ósmekkleg ummæli frá ósmekklegum þingmanni.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 20:13
"Andskotans helvíti og enn meira helvíti" hafði maður nokkur að orðtaki þegar honum ofbauð. Mér kemur ekkert annað í hug þegar ég heyri eða sé BVG, þennan skrípaling allra skrípalinga.
corvus corax, 13.3.2012 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.