25.4.2012 | 08:26
Aðgerðir verða kynntar seinna, kannast einhver við þetta.
Þegar Hreyfingin segist muni styðja vantrausttillögu gegn ríkisstjórninni þá er það vegna verka hennar til þessa, því engin veita hvaða skandal hún á eftir að gera á næstu vikum. Hreyfingin verður því að taka hreina og beina afstöðu að styðja tillöguna en ekki ef ríkisstjórnin muni gera eitthvað, hún hefur ekki gert neitt af viti hingað til og hvers vegna ætti að verða breyting á því? Þessi stjórn verður að fara strax til að lágmarka skaðann sem hún stendur fyrir og allir sem styðja það góða verkefni eiga hróst skilið.
Tilbúnir að styðja vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara leikrit til að reyna að afla Hreyfingunni eitthvað fylgi - það er engin meining á bakvið þetta, þau vita það öll þrjú að stjórnin væri búin að koma með úrlausnir ef það stæði til. Það lítur aðeins betur út fyrir Hreyfinguna að vera með þessa þykjustu. Þau halda það sjálf en þjóðin nennir bara ekki lengur að hlusta á þetta orðabull og tímalengingar. Það tekur engin mark á Hreyfingunni. Rjúfa þing og boða til kosninga.
Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 09:20
Algjörlega sammála þér Tryggvi, og akkúrat Sólbjörg Þjóðin nennir ekki lengur að hlusta á þetta orðabull sem er eingöngu til þess að tefja og kaupa tíma...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 09:32
Virkilega málefnaleg innlegg í pólitíkina hjá ykkur þremenningunum. Enda dylst engum sem les að þið takið til máls fyrir þjóðina.
Árni Gunnarsson, 25.4.2012 kl. 09:54
Svona sem dæmi um gjörðir ríkisstjórnar í skuldamálum þjóðarinnar, þá segir Björgvin G.Sigurðsson að greiðsluaðlögun og 110% leiðin sé góð leið, ég held að þjóðin sé alls ekki sammála því eins og maður heyrir á hverju götuhorni að það hafi ekkert breyst hjá fólki sem hefur nýtt sér 110% leiðina. Á svona fólk að sitja við háborðið er ekki komin tími á vantraust sem verður samþykkt?
Tryggvi Þórarinsson, 25.4.2012 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.