Ég er mjög hræddur við þá þróun sem er í gangi um þessar mundir á Íslandi að fólk hafi gefist upp á að leita sér að leiguhúsnæði og fari út í fasteignakaup í staðinn. Ég reyndar skil stöðuna sem búið er að búa til af fjármálastofnunum að halda að sér ónýttum eignum til þess að halda leigu og fasteignaverði uppi en mergurinn málsins er að það gengur ekki upp miklu lengur og hvernig fer þá?
Verðtrygging hefur verið há undanfarna mánuði og er engin breyting á henni þrátt fyrir hrunið, fasteignaskuldir halda áfram að hækka jafnt og þétt og erfileikarnir eru að hrannast upp hjá millitekjufólkinu sem sýnir að allar þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið eru að verða að engu eins og almenningur hefur haldið fram að myndi gerast fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar.
Nú virðist vera risavaxið mál í gangi innan Íbúðarlánasjóðs vegna skulda margra húsnæðissamvinnufélaga því skuldir þeirra hafa að sjálfsögðu hækkað eins og hjá einstaklingum og hlýtur að vera eftir að afskrifa mjög stórar upphæðir vegna þeirra en mér finnst að þetta sé mál sem á að þagga niður framyfir næstu kosningar og koma milljarðavandamáli á næstu ríkisstjórn (hvers vegna sér maður aldrei neitt um þetta í fjölmiðlum)?
Þegar verður búið að afskrifa þá miljarða sem þarf til þess að þessi félög sem mér finnst þjóðfélaginu nauðsynleg verði rekstrarhæf þá verður að moka fé úr ríkiskassanum til þess að rétta af Íbúðarlánasjóð. Það fer einnig að koma að því að sjóðurinn og bankarnir verða að fara að losa sig við eitthvað að þeim þúsundum eigna sem eru í eigu þeirra og hvað gerist þá er markaðsöflin ráða.
Það verður verðlækkun á markaðnum og hvað þá, sama sagan og við þekkjum í gegn um tíðina kemur upp á nýjan leik og einhver annar skrifar svipaða grein og þessi er eftir 10 ár eða svo. Þetta er ísland í hnotskurn áratugum saman og bið ég því fók að fara varlega. Það er fólk sem býr í Danmörk að greiða tíu sinnum lægra vexti af húsnæðislánum heldur er hér, verðtryggingarinnar vegna.
Verðtrygging hefur verið há undanfarna mánuði og er engin breyting á henni þrátt fyrir hrunið, fasteignaskuldir halda áfram að hækka jafnt og þétt og erfileikarnir eru að hrannast upp hjá millitekjufólkinu sem sýnir að allar þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið eru að verða að engu eins og almenningur hefur haldið fram að myndi gerast fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar.
Nú virðist vera risavaxið mál í gangi innan Íbúðarlánasjóðs vegna skulda margra húsnæðissamvinnufélaga því skuldir þeirra hafa að sjálfsögðu hækkað eins og hjá einstaklingum og hlýtur að vera eftir að afskrifa mjög stórar upphæðir vegna þeirra en mér finnst að þetta sé mál sem á að þagga niður framyfir næstu kosningar og koma milljarðavandamáli á næstu ríkisstjórn (hvers vegna sér maður aldrei neitt um þetta í fjölmiðlum)?
Þegar verður búið að afskrifa þá miljarða sem þarf til þess að þessi félög sem mér finnst þjóðfélaginu nauðsynleg verði rekstrarhæf þá verður að moka fé úr ríkiskassanum til þess að rétta af Íbúðarlánasjóð. Það fer einnig að koma að því að sjóðurinn og bankarnir verða að fara að losa sig við eitthvað að þeim þúsundum eigna sem eru í eigu þeirra og hvað gerist þá er markaðsöflin ráða.
Það verður verðlækkun á markaðnum og hvað þá, sama sagan og við þekkjum í gegn um tíðina kemur upp á nýjan leik og einhver annar skrifar svipaða grein og þessi er eftir 10 ár eða svo. Þetta er ísland í hnotskurn áratugum saman og bið ég því fók að fara varlega. Það er fólk sem býr í Danmörk að greiða tíu sinnum lægra vexti af húsnæðislánum heldur er hér, verðtryggingarinnar vegna.
Þörf fyrir mikla lækkun skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.