Mér sýnist nú þessi frétt snúast um smá upphæðir miðað við það sem framundan er.Ég er að reyna fá upp á yfirborðið hvað margra milljarða þarf að afskrifa af búseturéttarfélögum á næstunni? Ég heyri að flest þessi félög séu nánast órekstrarhæf vegna hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána. því það verður að hafa í huga að leiguverð er ekki hægt að hækka jafnt og þétt til þess að mæta verðbótaréttinum en nú þegar eru margar íbúðir í þessum félögum með allt of háa leigu, allt upp í 170.000 leiga á 4 herbergja íbúð sem segir mér að verðtryggingin er að eyðileggja þessi félög og þá eru fjöldi íslenskra fjölskyldna í vondum málum.
Ég er hlyntur búsetaréttarkerfi en er að verða ansi hræddur um hvert stefnir og grunar mig að innan Íbúðarlánasjóð og alþingis sé verið að þagga niður þá miklu fjármuni sem þarf að afskrifa til þess að halda lífi í þessum félögum, ég giska á að við séum að tala um ca 20 milljarða sem ríkissjóður þarf að skutla inn í sjóðinn bara vegna þessa máls.
Það er rætt að það þurfi nú þegar að setja 14 til 20 milljarða í sjóðinn og svo kemur þetta til viðbótar, er ekki komin tími á eitt allsherjar uppgjör á verðtryggðum skuldum landsmanna?
Ég er hlyntur búsetaréttarkerfi en er að verða ansi hræddur um hvert stefnir og grunar mig að innan Íbúðarlánasjóð og alþingis sé verið að þagga niður þá miklu fjármuni sem þarf að afskrifa til þess að halda lífi í þessum félögum, ég giska á að við séum að tala um ca 20 milljarða sem ríkissjóður þarf að skutla inn í sjóðinn bara vegna þessa máls.
Það er rætt að það þurfi nú þegar að setja 14 til 20 milljarða í sjóðinn og svo kemur þetta til viðbótar, er ekki komin tími á eitt allsherjar uppgjör á verðtryggðum skuldum landsmanna?
Myndu tapa 600 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Klárlega og mun ódýrara þegar upp er staðið að fólk nái að borga af lánum en ekki ránum!
Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 09:36
Tapa hverju ? Verðbætur á langtímalán er reiknuð stærð, bókfærð sem verðbótatekjur (þó þær innleysist ekki fyrr en seinna á lánstímanum) og þar með verður til bókfærður hagnaður sem hækkar óráðstafað eigið fé. Á móti þessu er eignfærð eignamegin verðbótaeign (og/eða hækkun útistandandi lána). Að lækka verðbæturnar er vissulega að lækka efnahagsreikninginn verulega, og auk þess að taka til baka reiknaðan hagnað. En tap er það ekki í þeim skilningi að hvernig áttu að geta tapað peningum sem þú hefur ekki í hendi ?
Jón Óskarsson, 16.11.2012 kl. 10:31
Ég er ekki að tala um tap, ég er að tala um ef skuldir eru færðar niður þá verður einhver að greiða mismunin og í þessu tilfelli verður hann greiddur úr ríkissjóði til þess eins að halda Íbúðarlánasjóði á floti. Þú gerir þér grein fyrir verðbætur eru skattskyldar og því ekki rétt í lögum að verbætur séu aðeins til þess að peningar haldi verðgildi sínu því ef svo væri þá væri verðbætur ekki skattaskyldar, ekki rétt. Komin aðeins út fyrir umræðuefnið en svona er þetta.
Tryggvi Þórarinsson, 16.11.2012 kl. 11:22
Jú mikið rétt. Verðbótatekjur eru skattlagðar eins og fjármagnstekjur.
Verðbótatekjur hafa þannig áhrif t.d. á bætur ellilífeyrisþega og öryrkja, með þeim hætti að bætur lækka í verðbólgu ef viðkomandi einstaklingar eru að reyna að sína smá ráðdeild með með fjármuni sem sumir geta sem betur fer sparað. Það eitt og sér er tilefni í lengri skrif en þessi hjá mér núna.
Verðbætur (gjöld) í rekstri eru jafnframt frádráttarbær frá tekjum og þannig að hafa áhrif á skattlagningu.
Í mínum huga er höfuðstóll ekki sama og höfuðstóll með verðbótum. Nafnverð skuldar er eitt og verðbótahluti annað. Í umræðu um niðurfærslu skulda (sem er mjög villandi) eru menn að rugla þessu saman. Enginn hefur farið fram á lækkun né afskriftir skulda fyrir almenning, heldur eiga menn við að verðbótaþátturinn sé leiðréttur eða felldur brott (ef verðtrygging reynist ólögleg á einhverjum tíma).
Lántakandi eru sáttur við að greiða til baka höfuðstól ásamt samningsvöxtum (upphaflegum vöxtum ef þeir eru fastir eða samþykkir breytilega vexti). Það að afborganaþungi íbúðalána aukist eftir því sem líður á lánstímann er með algjörum öfugmerkjum. Það er náttúrulega ekkert vit í því að afborganir séu léttastar þegar menn eru að kaupa og eru kannski með einna mestar tekjur, en svo þyngist þetta og þyngist og þegar líður á ævina sé bilið milli launa og lána að breikka, lánin taki sífellt meiri hluta ráðstöfunartekna.
Jón Óskarsson, 17.11.2012 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.