Stefnuskrá Hægri grænna mjög athyglisverð, eru stóru breytingarnar sem við þurfum framundan???

Þar sem ég er búin að fá nóg af þeirri stöðnuðu ómarkvissu hagstjórn sem verið hefur hér á landi allavega síðustu 40 ár, hef ég verið að kynna mér nýju framboðin sem fram hafa komið.
Stefnuskrá Hægri grænna er mjög athyglisverð og mjög vel unnin og rökstudd með góðum greinagerðum, ég hvet fólk að kynna sér stefnumálin á heimasíðu Hægri grænna og sjá hvort þar er ekki eitthvað sem fólk er tilbúið að leggja lið með því að kjósa þennan flokk í næstu kosningum.
Við íslendingar megum ekki sitja aðgerðalausir og kjósa bara til að kjósa og hleypa kannski fjórflokkunum að á nýjan leik og fólk verður að átta sig á því ef fjórflokkarnir komast að, þá mun ekkert breytast.
Það verður áfram ónýtur gjaldmiðill rekinn hér og hann felldur eftir óskum stjórnmálamanna, það verður há verðbólga, háir vextir og næsta hrun verður 2018 samkvæmt reglunni, því hér verður eignaupptaka á 10 ára fresti og hefur maður sjálfur heldur betur fengið að finna fyrir því og það fer nánast allt lífið í að greiða upp skuldir eftir þessar eignaupptökur. Athugið að nú þegar er að myndast eignabóla sem er góður grunnur fyrir næsta hrun, hérna verður hátt verðlag áfram og gjaldeyrishöft.Ekkert verður gert til þess að leiðrétta stökkbreittu lánin og þannig má lengi telja. Við höfum akkúrat ekkert að gera í ESB, við þurfum annan gjaldmiðil og þar er lausnin á mörgun tengdum vandamálum, við þurfum ekki endilega Evru, getum vel notast við tengingu við dollarann enda eru viðskipti og okkar og skuldir mestmegnis í dollurum.
Viljum við Íslendingar sama stappið áfram, svikin kosningarloforð o.s.f.v.??? Nei við viljum þetta ekki og þess vegna verðum við að hleypa að nýju fólki hér við stjórn og þá verða breytingar. Við höfum engu að tapa.
Ég bíð spenntur eftir því að sjá þann hulduher af góðu fólki sem mun bjóða sig fram fyrir hönd Hægri grænna og ég óska þeim flokki alls hins besta í framtíðinni. Þarna er komin sá miðjuflokkur sem við höfum verið að bíða eftir og nýtum nú tækifærið. Ég vil nýja framtíð og set X við G.
ps. Ekki væri verra ef Jón Daníelsson hagfræðingur væri flokknum innan handa sem ráðgjafi því hann er ótrúlega séður og glöggur maður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Góður pistill, er sammála öllu sem fram kemur í honum.

Það sem hræðir mig er að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað í því felst að sitja heima eða skila auðu. Einn kom með þá skoðun að við almenningur í landinu ættum að sitja heima eða skila auðu ef meiri en 50% gerir það þýðir það að það verður utankjörsstjórn, en líkurnar á því að það myndi yfirhöfuð nást þessi fjöldi er hverfandi fyrir utan að í dag búum við það óhuggulega ástand vegna hrægammasjóðanna. Sá tími sem færi í að það brölt sem myndi skapast ef þetta yrði að veruleika myndi vera að mínu mati óbætanlegur, þar sem allt er gert til að þeir fái Ísland á silfurfati. 

Edith (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 17:57

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Tryggvi...þú segir ónýtur gjaldmiðill...afhverju skemmast hlutir...það er vegna þess að einhver hefur reynt að mylja það sem heilt er...krónan er ekki vandinn..heldur stjórnmálastéttin....við verðum að fara reka Ísland eins og fyrirtæki....

Ægir Óskar Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband