Allir landsmenn vita að krónan er ónýt, ekkert nýtt í þeim efnum. Kjósum nýtt fólk til valda.

Ár eftir ár eftir ár er verið að ræða sama vandamálið, blessuðu handónýtu krónuna og stjórnmálaöflin sem vilja geta fellt hana  eftir sínu höfði vilja endilega geta gert það áfram og boðið almenningi upp á 10 ára hrun í landinu. Þessi umræða er orðin hundleiðinleg og komin tími til aðgerða, við erum með allt of háa vexti, við erum með gjaldeyrishöft og við erum með of háa verðbólgu sem á bara eftir að hækka miðað við hvað krónan fellur jafnt og þétt, ofan á þetta allt erum við með verðtryggingu.

Það verður að stöðva þessa áratuga stöðnun og til þess er aðeins ein leið, og nú er tækifærið, kjósa nýtt afl með nýjar leiðir og virðast Hægri grænir með lausn á þessum vandamálum og ættu því að komast til valda í þessu landi, við höfum engu að tapa að gefa nýju fólki möguleika á að snúa til betri vegar. Tökum okkur öll saman og kjósum XG til valda og sjáum hvort það verður okkur ekki til heilla. Það er búið að reyna allt hitt í áratugi, án árangurs.


mbl.is Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skyldi ekki vera sammála þér Tryggvi. Málið er bara að þjóðin er pikkföst í höftum hugarfarsins.

Prufaðu að kíkja þó það væri ekki nema brot af þessu hér: LINK

http://blog.pressan.is/larahanna/2013/02/16/thjod-i-hlekkjum-hugarfarsins/

Kristinn J (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:06

2 identicon

Tryggvi, ef menn ætla að halda uppi alvöru gjaldmiðli á Íslandi sem ekki er í höftum og alvöru nútíma þjóðfélag og byggja lífskjör og atvinnutækifæri verður það aðeins gert með að hafa
1) opið hagkerfi með "alvöru" gjaldmiðil og óheft fjármagnsflæði

2) með "alvöru" bankastofnanir en þessi skurn sem núna er er ekki gjaldhæft, þeas þeir fá engin erlend lán og eru með einkunnina D þeas Default og er ekki annað en bankabrak.

Það er í raun ótrúlegt lýðskrum að halda að það sé hægt að opna hagkerfið með íslenskri krónu og hafa lága vexti jafnvel bæklaða verðtryggingu því augljóslega mun það bara stórauka fjármagnsútflæðið og þar með gjaldfella krónuna og hvar jafnvægið næst veit í raun enginn. Einhverjar séríslenskar lausnir munu gjörsamlega jarðað íslenska gjaldmiðilinn.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband