Hræðsluáróðurinn byrjaður, hvað kostar að gera ekki neitt fyrir heimilin?

Það er einhliða hræðsluáróður sem ræður ríkjum gagnvart leiðréttingum lána fyrir heimili landsins og er því spurningin hvort menn hafa reiknað hvað kostar að gera ekki neitt. Það er búið að vera að henda fólki út úr íbúðum sínum alveg frá hruni og það er enn í gangi og sagt að um sé að ræða 3 fjölskyldur á dag, hvað kostar það þjóðfélagið?

Ef ekkert er gert þá hrynur greiðsluvilji þjóðarinnar og fólk kýs fremur að losna undan æviskuldbindingum og fara gjaldþrotaleiðina og vera laus eftir tvö ár og er engin spurning að það mun verða sprenging ef lán verða ekki leiðrétt og hvað kostar það okkur marga tugi milljarða eða hundruði?

Ég hef dálítið pælt í því þegar talað er um að húsnæðisskuldir heimilanna hafi lækkað að undaförnu en ég trúi því bara alls ekki því það hlýtur að þurfa að taka inn í reikninginn allan þennan fjölda íbúða sem er búið að bjóða upp og afskriftir sem því fylgja, liggur ekki lækkunin í því. Væri fróðlegt að sjá þetta útreiknað með öllum pakkanum.

Þetta minnir mig aðeins á að talað er um minna atvinnuleysi á landinu nú en 2009 en eru ekki 6.000 til 8.000 manns vinnandi erlendis í dag og eru því ekki á atvinnuleysisskrá á Íslandi, væri gaman að sjá útreikninga miðaða við að þeir sem höfðu vinnu hér á landi en urðu að leita úr landi eftir atvinnu væru taldir með, þá held ég að prósentan muni hækka mikið. 


mbl.is Segir loforð Framsóknar skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt, og mjög góð spurning "hvað kostar að gera ekki neitt fyrir heimilin."

Þetta er auðmanna elítu áróður að ekki megi breyta gróðastarfsemi þeirra í húsnæðismálum landsins. En fólk er hætt að trúa þessum mönnum og vill verðtrygginguna í burt, hvað sem það kostar.

Ef að (F) flokkurinn stendur ekki við stefnuskrá sína og það fljótlega eftir kosningar, þá fer mikill skriður á að heimili landsins fari í rúst, fólk er búið að gefast upp á að vera fjárhagsþrælar auðmanna elítunar.

Það er nóg komið, hingað og ekki lengar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.4.2013 kl. 15:09

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er svo sannarlega ekki á móti því að þessir hlutir gangi upp hjá Framsókn,því þetta eru einmitt réttu aðilarnir sem eiga að bæta þennan skaða.Menn hafa verið að tala um að verðbólgan fari af stað en þá á einfaldlega að fara hægar í sakirnar og borga ekki allt út í einu úr ríkisjóði+ hleypa kröfuhöfum út með gjaldeyri í skömmtum.annað sem ég vil sjá breytingu á er í stað flatans niðurskurðar væri hvert og eitt lán fært í sömu stöðu og það stóð í fyrir hrun reiknað frá tilgreindri dagsetningu 5-6 mánuðum eftir hrun.Með því fengist réttlátari leiðrétting.En það er þegar komið fram að Björn Valur var bara að bulla.Ekkert að marka þennan mann.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2013 kl. 17:00

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einfallt að halda verðbólgu í skefjun.

Binda krónuna við svissneska fránkan.

Banna gengisfellingar sem er kanski oximoran ef krónan er bundin við svissneska fránkan, en setja þetta í algjört járn að auðmanna elítan getur ekki pantað gengisfellingar þegar þeim sýnist, eins og þau hafa gert í gegnum árin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.4.2013 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband