30.4.2013 | 08:35
Hvergi á að nefna tölur um afslátt af kröfum hrægammaskóða.
Mig rak í rogastans fyrir nokkrum vikum síðan þegar seðlabankastjóri talaði um að trúlega gætum við Íslendingar náð 75% afslætti af kröfum hrægammasjóðanna. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð að láta svona út úr sér og á það við um alla sem eru að skella fram tölum í þessum efnum, fjölmiðlar, stjórnmálamenn og fl.
Þetta er sennilega stærsta hagsmunamál okkar í dag og ekkert óraunhæft að við náum mun hærri afslætti frá þessum sjóðum því þeir hafa nú þegar hagnast gríðarlega og yrðu trúlega mjög sáttur við meiri afslátt heldur en menn hafa verið að röfla um.
Látum sérfræðinga í samningatækni um þessi mál vinna sín störf en trúlega myndu þeir byrja á því að skattleggja þessar eignir sem sjóðirnir eiga (eins og í Swiss) til þess að pressa þá í samninga og hef ég fulla trú að það munu nást mun betri samningar en 75% afsláttur ef seðlabankastjóri heldur sig frá málinu.
Skuldalækkun kallar á miklar mótvægisaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er hann ekki bara að vísa til þess hvað sé raunhæfar væntingar? Ecuador fékk nefninlega þetta mikinn afslátt þegar þeir gerðu þetta.
Það væri alls ekki vond niðurstaða ef þetta næðist, því þá værum við líklega best setta þjóð í okkar heimshluta.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2013 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.