7.5.2013 | 13:24
Sigmundur og Bjarni. Númer eitt er að hlusta á fólkið í landinu, það gerir gæfumuninn.
Jæja þá er að myndast ný ríkisstjórn og nýtt fólk kemst að völdum sem er mikill léttir eftir að þegnar landsins hafa verið út í kuldanum í fjögur erfið ár. Ótrúlega lélegt nýting fjármagns hefur hrjáð okkur og svakalegum fjármunum sóað í gæluverkefni á sama tíma og fjölskyldur landsins missa húsnæði sitt og mikið af fólki hefur ekki ráð á að fæða sig. Þetta er búið að vera hörmung en nú eru nýjir tímar framundan og loksins verður kannski hægt að búa til nýtt Ísland og setjum því fortíðina í kassa og lokum honum og tökum hvern dag fyrir sig.
Það sem ég vil að Sigmundur Davíð tilvonanandi forsætisráðherra setji efst á forgangslistann er að vera í sambandi við fólkið í landinu, við söknum þessa að vera sambandslaus við stjórnendur landsins því fólkið er eftir allt saman það sem heldur landinu á lífi, allt veltur þetta á að fólk njóti þess að vera Íslendingar og fái þá þjónustu sem við væntum af opinberum stofnunum. Það þarf nauðsynlega að auka kaupmáttinn töluvert og það þarf að gerast mjög fljótt og á annan veg en með launahækkunum sem hverfa jafnóðum, það þekkja allir núna árið 2013. Sigmundur og Bjarni hafið hugfast að fólkið er orðið langþreytt og það bullar undir hjá mörgum þessi misserin og mjög stutt í að sjóði upp úr, bara horfa raunsætt á málið og grípa strax til almennra aðgerða fyrir fólkið svo það finni fyrir betri tíð og öðlist von á ný.
Það á að vera gott að vera Íslendingur og nú fáið þið tækifæri til þess að sanna ykkur, ekki klúðra því eins og síðasta stjórn gerði svo rækilega. Gangi ykkur vel.
Ræða einföldun á skattkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.