Hreint með ólíkindum að þingmaður úr fyrri óstjórn skuli setja út á það að menn vandi sig í myndum stjórnar. Við erum hér í miðjum rústum eftir vinstri stjórn sem skildi við öll mál með buxurnar á hælunum. Það er allt of langt mál að telja upp allt sem misfarið hefur enda veit þjóðin það og kosningarúrslit sýndu það greinilega.
Hvaða gögnum eru þeir að safna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kannski er hún hrædd um að það finnist eitthvað af gögnum sem ekki eiga að finnast! Hver veit??
Eyjólfur G Svavarsson, 11.5.2013 kl. 12:01
Sæll.
Ætli þeir séu ekki að safna gögnunum sem fyrri stjórnarliðar nenntu ekki að safna og upplýsingum sem fyrri stjórnarliðar skyldu ekkert í?
Helgi (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:00
Ekki er ég vinstrimaður en þessi ömurlega fyrverandi vinstristjórn hafði sína forsögu og við höfum dæmi um veruleikafyrrt loforð Framsóknarflokksins um 90% lánin sem í raun bjó til fasteignabóluna sem er í raun ósprungin og 1000 miljarða lán Íbúðarlánastjóðs þetta var kostningaloforðið fyrir 10 árum í kosningunum 2013.
Eins og Gunnar Tómasson bendir raunar á og ótal fleiri gengur þessi leið Framsóknarmanna ekki upp http://blog.pressan.is/gunnart/2013/05/08/endemis-rugl-framsoknar/
Því miður gera margir sér ekki enn grein fyrir þeirri staðreynd að Rikissjóður með skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu, löggæslu velferðarkerfi einstaklinga (örorku/atvinnuleysisbætur) og síðan velferðarkerfi atvinnulífsins (styrkir til landbúnaðar) er í raun fjármagnað af skatttekjum en síðustu ár eining af lántöku sem hleðst eins og snjóbolti utan á og af þessu eru síðan greiddir vextir sem hækka með aukinni skuldabyrði og minnkuðu trausti.
Halli hins opinbera (ríki og sveitarfélaga) er áætlaður yfir 60 miljarða á þessu ári og tölur frá fyrsta ársfjórðungi benda í raun í þá átt að ástandið sé í raun miklu verri og allir vita að það er ekki verið að leggja til neitt í lífeyrisréttindi opinbera starfsmanna en þyrfti að vera um 20 miljarðar á ári þannig að mörgu er sópað undir teppið.
Skattlækkanir fjármagnaðar með lántöku eða með niðurskurði sem enginn finnur fyrir og skuldalækkunar leið Framsóknarflokksins sem í raun gengur ekki upp er ekkert sérstaklega traustvekjandi. Minnumst þess að á tæpum 9 árum, frá 2000 til 2008 jukust ríkisútgjöld um meira en 1/3 á hvert mannsbarn miðað við fast gengi á Íslandi og starfsmönnum hins opinbera um næstum 25%.
Eins gott að þetta gangi upp hjá þeim annað væri nátturlega skelfilega neyðarlegt.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:36
Annar hver Samfylkingarmaður er á nálum yfir að hvað Sigmundur og Bjarni eru að gera.
Þeim hefði verið nær að hafa svona mikla áhyggjur af eigin flokksmönnum síðastliðin 4 ár. !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.