Stjórmálamenn rökstyðji tekjur af auknum álögum.

Lengi hef ég velt fyrir mér hvað liggur á bakvið hækkun gjalda eins og td olíugjald og áfengisgjald.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft þá sýn að með því að lækka skatta þá skyli það sér með auknum tekjum til ríkisins og getur það alveg verið rétt þar sem meira fé í umferð skilar sér í gegn um veltuna í verslunar og þjónustugeiranum í auknum tekjum til ríkisins, þetta vita flestir.

Nú hefur Bjarni Ben ákveðið að hækka áfengisgjaldið þrátt fyrir minnkandi sölu hjá ÁTVR. Þetta er á móti sýn Sjálfstæðisflokksins til of hárra gjalda og skatta. Hver er útreikningurinn á bakvið þessa ákvörðun og hefur verið hugsað til þess að eftir því sem áfengi hækkar meira er verið að auka tekjur þeirra sem framleiða og smygla áfengi og selja á svörtum markaði? Mér finnst eðlilegt að menn rökstyðji svona ákvarðanir svo almenningur geti fylgst með hvort hugmyndafræðin gengur upp með gjaldahækkunum og ef svo er þá er hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins fallin.

Þetta nákvæmlega sama á við um olíuskatta, fólk spara við sig akstur einfaldlega vegna þess að margir hafa einfaldlega ekki efni á því að keyra, ég sjálfur er búin að kaupa bensín fyrir um 100.000 kr minna á ári síðstu tvö ár heldur en árin á undan, kemst bara ekki undan því að draga úr akstri vegna verðlags bensíns. Ef það eru td 5000 manns sem hafa gert það sama og ég er ekki um neina smá peninga að ræða í minni veltu og því hljóta tekjur ríkisins að lækka með minnkandi veltu og ef sýn sjallana er notuð á að lækka olíugjald strax til þess að hugmyndafræði þeirra fái að blómstra.

Þetta eru bara dæmi af tveimur vöruflokkum og svona er mjög víða en ekkert virðist breytast þrátt fyrir að það sé komin hægri stjórn, hvað veldur, eru Bjarni og Sigmundur orðnir svona hrifnir að vinstri leiðinni sem gafst hræðilega hjá síðustu stjórn.

Farið nú að hisja upp um ykkur buxurnar og koma þjóðinni af stað á nýjan leik með ákörðunum og framkvæmdum en ekki eintómum nefndum og pælingum, við þurfum framkvæmd verkefnanna núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Finnst það vera FÁRÁNLEGT að það eigi að hækka þetta en meira eftir að vinstristjórnin hækkaði þetta MIKIÐ meira heldur en var sniðugt. Ætti að lækka þetta ef að eitthvað er.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband