Veruleikafyrring ríkisstjórnar

Nú er ég endanlega búin að missa alla trú á að eitthvað verði gert til hjálpar heimilinum yfirleitt og hvaða fjölda eru menn að tala um þarna sem þurfa trúlega á greiðsluaðlögun að halda er þetta fólk með hugann við það sem það á að vera að gera. Á mannamáli þá hefur greiðslubyrgði 3 manna fjölskyldu sem skuldar lítið og er í frekar hagstæðu leiguhúsnæði aukist um gríðarlegar upphæðir og nú er ég að tala um rekstur á bifreið (einkaleiga sem kemur svipað út og að skulda helming í 3.000.000 kr bifreið) innkaup á matvöru og afborganir lána, já þetta eru einungis 3 útgjaldaliðir og hvaða tölu erum við að tala um jú, það eru á milli 550 til 600 þúsund á ári sem útgjaldaaukningin er og það þýðir að fjölskyldan þarf að vinna sér inn 1.000.000 króna til þess að ná því að dekka aukninguna eftir skatta. Þetta dæmi er um  fjölskyldu sem skuldar lítið svo að það þarf ekki að ræða þær þúsundir fjölskyldna sem skulda um það bil 20-25 miljónir í húsnæði í hvaða stöðu þær eru. Nei við hlustum ekki á svona rugl, það eru þúsundir fjölskyldna sem þurfa mjög mikla aðstoð og sumar niðurfellingu hluta skulda og það strax, gjaldþrotin kosta miklu meira ef það er leiðin sem stjórnin er í raun að fara.
mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband