2.4.2009 | 20:14
Hlæginlegir sjálfstæðismenn
Maður getur ekki annað en brosað út í annað af þessum kjánaskap sem fer fram á alþingi um þessar mundir, Árni farin að syngja á stað þess að vera málefnalegur, Kristján að kvarta undan launum Evu bestu vinkonu flestra íslendinga í dag sem ætlar að fletta ofan af mestu þjófun sögunnar og gæti kannski skilað einhverju í ríkiskassann að lokum o.s.f.v.
Það er greinilega komin uppgjöf í sjallana því þeir sjá ekki möguleika á því að auka fylgið og verða einungis 25% flokkur. Ég er ekki að segja að það sé neitt miklu betra í gangi í dag hjá ríkisstjórn en varðandi þrefið í dag er bara komin tími á að breita 50 ára hefð og breyta stjórnarskrá án samstöðu allra flokka enda engin möguleiki á því með sjálfstæðismönnum eins og staðan er í dag. Það er margt sem hefði mátt breytast fyrr.
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar, landsmenn, sem allra flestir,( þótt þið hafið einhverntíman kosið sjálfstæðisflokkinn og séuð sjálfstæðismenn innra með ykkur) afþakkið þjónustu sjálfstæðisklíkunnar, sem nú er á þingi, í komandi kosningum.
Sjálfstæðisklíkan á þingi er hópur steinrunninna nátttrölla, sem óttast að missa spón úr aski sínum, ef raunverulegt og réttlátt lýðræði nær fram að ganga. Klíka, sem beitir öllum kröftum sínum í að vernda möguleika sína til að kúga þjóðina. Klíka, sem áttar sig ekki á, að Íslenska þjóðin er upplýstari, menntaðri og sjáfstæðari , en hún var fyrir 130 árum. Mótmælum öll. Mótmælum niðurlægjandi stjórnunarháttum og pólutýskri lágkúru sjálfstæðisklíkunnar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Ekki D. Ekki núna, please.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.