22.4.2009 | 12:52
Eina og rétta leiðin.
Ég er orðin sannfærður um að þessi niðurfellingarleið er sú eina rétta í stöðunni og alveg lífsnauðsynleg og hún skilar sér strax. Ég skil ekki hvers vegna fólk ætlar að kjósa yfir sig flokka eins og VG og Samfylkingu því leiðir þeirra munu alls ekki duga og ekki hafa þeir flokkar getað sýnt fram á að þær dugi enda fásynna að halda það. Það hlýtur að vera betra að kjósa Framsókn sem ætlar í aðgerðir strax, ekki veitir af. Við vitum öll að spilling hefur verið í öllum flokkum og enginn frír þar nema kannski nýjustu framboðin. Einhver kann að segja að VG sé ekki spilltur flokkur en ég minni á björgun tveggja fjármálastofnana fyrir nokkrum dögum síðan sem er ekkert annað en spilling.
Mikilvægustu kosningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er sannarlega gott að kjósa flokk, sem ætlar strax í aðgerðir, sem munu kosta ríkissjóð hundruði milljarða kr. Það er einmitt það, sem ríkissjóð vantar.
Fullyrðingar Framsóknarmanna um að þessi leið muni ekki kosta ríkissjóð neitt verður áfram röng sama hversu oft þeir bera það bull farm fyrir alþjóð.
Sigurður M Grétarsson, 22.4.2009 kl. 13:50
Sigurður. Hvar heldur þú að eignfærslan hafi verið á móti auknum skuldfærslum heimilanna af lánum sínum. Þú ættir að hugleiða það. Hún er auðvitað hjá ríkinu sjálfu, hjá íbúðalánasjóði, hjá skilanefndum gömlu bankanna og svo nýju bönkunum. Hvernig væri að ríkið skilaði þessum verðbótum til skuldara þessa lands sem þjást vegna glæpamanna eða landráðamannana í líki útrásarvíkinga og bankastjóra.
ÞJ (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:50
Íbúðalánasjóður hefur tekið verðtryggð lán til að fjármagna sín verðtryggð lán þannig að verðtryggingin hefur ekki stuðlað að neinni eignatilfærslu hjá honum.
Verðtryggð lán bankanna eru hluti af þrotabúi gömlu bankanna þannig að þar hefur ekki myndast nein eignatilfærsla í ríkissjóð. Það eru kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna, sem eiga þær eignir og þar, sem þær komi til með löglegum hætti þá er ekki hægt að krefja þá um að skila neinu til baka. Ef það væri gert með lagaboði myndu þeir einfaldlega fara í mál enda þessar eignir verndaðar með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það eru því engar líkur á að stjórnvöld myndu vinna það mál. Það sama mun gerast gagnvart sparisjóðunum og lífeyrissjóðunum.
Það er því einföld staðreynd að allur afsláttur á lanum til aðila, sem eru borgunarmenn fyrir sínum lánum mun lenda á skattgreiðendum.
Hvað eignatilfærslu varðar þá eru þó þeir, sem keypt hafa íbúðir fyrir árið 2003 í þeirri stöðu að íbúðir þeirra hafa hækkað meira í verði en nemur hækkun vísitölu til verðtryggingar. Einnig hefur launavístiala hækkað meira síðan þeir keyptu sínar íbúðir heldur en vístala til verðtryggingar. Með öðrum orðum þá er eignarhluti þeirra í íbúð sinni meiri en nemur niðurgreiðslum þeirra á lánum sínum og ef þeir hafa fengið launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun í landinu þá er greiðslubyrðin af húsnæðisláni þeirra lægra hlutfall af launum þeirra heldur en það var þegar þeir tóku lánin. Hvaða óréttlæti er það, sem þarf að leiðarétta gagnvart þeim?
Sigurður M Grétarsson, 23.4.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.