Beið í 10 ár á fæðingardeildinni?

Þar sem ég hef mikið bloggað um stjórnmála og stjórnleysismál fannst mér komin tími á að slá á léttari strengi inn í bloggsamfélagið og kem hérna með stutta og sanna sögu af sjálfum mér.

Þannig var að fyrir mörgum árum síðan var eiginkona mín ólétt og allt gekk það vel fyrir sig og leið að því að fæðingin nálgaðist og gerðist það upp úr miðnætti að við skelltum okkur á fæðingardeild Landspítalans. Þetta hafði verið erfiður dagur hjá mér og var ég alveg óskaplega þreyttur og var ég hreinlega í vandræðum að halda mér vakandi. Konunni var komið fyrir á stofu og svo var bara að bíða eftir að hlutirnir gerðust. Á þessum tíma reykti ég og brá mér frá í reykherbergi sem þá var til staðar á sjúkrahúsinu og um það leiti sem ég er að koma að herberginu hitti ég hjúkrunarkonu sem spurði mig hvort ég vildi að hún færði mér kaffisopa og játti ég því að sjálfsögðu enda fínt að fá koffín til að halda sér vakandi. Hjúkrunarkonan kom með kaffisopann og datt mér í hug að spyrja hana hvað langur tími þyrfti að líða frá fæðingu þar til ég mætti heimsækja konuna og var ég trúlega að skipuleggja daginn eftir eða hvenær ég ætti að heimsækja konuna daginn eftir. Hjúkrunarkonan spurði mig þá spurningar sem hjóðaði svona, hvað er langt síðan konan fæddi, hún hefur trúlega ekki vitað hvort fæðing væri afstaðin eða ekki svo ég svaraði henni að það væru tíu ár síðan. Ég fékk ekkert svar við frá henni heldur heyrði ég bara hláturskast hennar út ganginn og skildi ekki neitt í neinu.

Málið var einfaldlega að það voru tíu ár síðan konan mín fæddi barn síðast og því fannst mér eðlilegast að svara hjúkkunni þannig en ég áttaði mig ekki á þessari uppákomu fyrr en daginn eftir þegar ég var orðin útsofin og hafði gaman að, sé mig alltaf fyrir mér á biðstofunni ár eftir ár að bíða eftir að fá að kíkja á konuna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband