3.5.2009 | 10:43
Nýta tækifærið til fulls.
Þetta eru spennandi tölur hvað varðar ný störf og nú er að halda rétt á spilunum og nýta tækifærið og byggja upp á þessum hluta landsins en ég vona nú að Húsavíkingar fái eitthvað í sinn hlut af kökunni því það blæs nú ekki byrlega með álverið eftir yfirlýsingar Össurar fyrir kosningar. Það væri nú ekki slæmt ef álverið kæmi líka og að olíuævintýrið gengi upp þá væri þessi landshluti í góðum málum og á hann það svo sannarlega skilið. Reyndar yrðum við öll í góðum málum sama hvar við búum á landinu.
Það er eitt atriði varðandi þessa möguleika sem við verðum að hafa áhyggjur af og lítur það að þeim meirihluta sem verið er að hnoða saman því ég er hræddur um að Samfylkingin muni gefa allt of mikið eftir til VG hvað varðar umhverfismál og þá eru það öfgarnar sem munu ráða för en ekki skynsamleg atvinnuuppbygging sem þessi. Síðan verður fróðlegt að fylgjast með hvað Össur gerir ef hann verður ráðherra áfram sem ég reikna með.
Íbúum fjölgi með olíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vertu ekki hræddur, þó það verði ekki allt gert strax þá verður olían sótt ef hún er þarna. Hún verður bara verðmætari
Rúnar B, 3.5.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.