4.5.2009 | 13:45
Gylfi, það eru þúsundir í stöðu Svanbergs.
Það er alltaf gott að vekja athygli á vandamálinu með þessum hætti og ekki veitir af fyrir framan sofandi ráðamenn. Er ekki einhver í aðstöðu til þess að setja upp undirskriftarlista á netinu til þess að safna undirskriftum þeirra sem eru að gefast upp og þeirra sem hafa gefist upp að greiða þessar himinháu afborganir og í leiðinni er aðgerðaleysi stjórnvalda mótmælt harðlega. Skuldir skulu afskrifaðar um 20% og skal jafræðisreglu beitt í því dæmi því allir hafa orðið fyrir sprengjunni en trúlega þarf að setja eitthvað þak á hámarksupphæð?
Það væri allavega mjög forvitnilegt að sjá hvaða fjölda er verið að tala um sem myndi skrifa sig á svona undirskriftarsöfnum. Helgi í Góu skilaði inn um 23.000 undirskriftum þar sem krafist er uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu og þökk sé þeim mætamanni, ætli það mætti ekki búst við svipuðum fjölda sem skrifaði upp á uppgjöf í greiðslubirgði eða jafnvel stærri hópur?
Kikna undan skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.