Ekki kaupa íbúð segir Seðlabankinn.

Skilaboðin eru hrein og klár, keyptu þér alls ekki íbúð á næstunni nema þú viljir stórtapa á kaupunum, það er alveg ljóst ef spá bankans um lækkun eigna rætist. 

Þetta segir okkur að leigumarkaðurinn mun þenjast út á nýjan leik og trúlega hækka í verði en reikna verður með nokkur hundruð íbúðum á leigumarkaðinn á næstunni sem verða í eigu banka, sparisjóða og íbúðalánasjóðs vegna gjaldþrota fólks, eignirnar verða óseljanlegar og fara því á leigumarkaðinn svo að framboðið verður kannski næganlegt til þess að halda leiguverði stöðugu.

Svo er komin upp sú staða að leigufélög eins og Búseti og fl. hljóta að vera komin í mikil vandræði vegna verðtryggingarinnar og leiguverð rokið upp úr öllu valdi, hvað gerist á þeim bænum ef ekki til kemur aðstoð frá Íbúðalánasjóði.

Það er ekki annað hægt en að vara fólk við fjárfestingum í íbúðarhúsnæði á næstunni, það er komið nóg af eignarupptöku af fólki vegna óstjórnar í landinu.


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki einmitt núna á næstu mánuðum sem menn eiga að kaupa íbúð, ef að bankar og lánasjóðir eignast íbúðir í stórum stíl þá lækkar hratt á þeim verðið svo að það verður langt í að eins hagstætt verði að eignast húsnæði eins og á næstu mánuðum.

Flestir þeirra sem núna eru í vandræðum gerðu þau reginmistök að kaupa í góðærinu.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:46

2 identicon

Það er hreint út sagt svívirðilegt að bankarnir taki eignir fólks vegna vanskila á lánum sem bankarnir hafa séð til að fari í himinhæðir vegna glæpsamlegra athafna á undanförnum árum. Þetta þarf að stoppa. Hér er um hreinan þjófnað að ræða, það er verið að ræna blásaklaust fólk sem gerði það eitt að kaupa sér fasteign og taka þau lán sem bæði bankar og stjórnvöld lögðu blessun sína yfir. Það á ekki að rétta þeim fjármálastofnunum sem sáu til þess að koma öllu á hvolf í þessu þjóðfélagi eignir fólks á silfurfati. Með þessu er verið að verðlauna ræningjana! Þessu verður að linna, fólk þarf að fá leiðréttungu á sínum lánakjörum þar sem þær forsendur sem voru fyrir hendi þegar lánin voru tekin eru ekki fyrir hendi lengur.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sæll Sigvaldi

Það sem ég er að vitna í er að Seðlabankinn spáir 30% lækkun til viðbótar frá verðlagi dagsins í dag, þar liggur hættan 25.000.000 króna íbúð í dag verður verðlögð á 17.500.000 eftir 2 ár samkvæmt spánni.

Tryggvi Þórarinsson, 7.5.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Alveg sammála þér Edda.

Tryggvi Þórarinsson, 7.5.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Edda þú hefur rétt fyrir þér berjumst fyrir réttlæti.

Sigurður Haraldsson, 7.5.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband