7.5.2009 | 20:54
Ekki íslensk matvæli í framtíðinni, er það stefnan?
Þessi frétt er dæmigerð fyrir þá stefnu sem búið er að taka í framleiðslu á íslenskum matvælum og grænmeti sem er eina besta vara í heiminum í dag að mínu mati. Lækka niðurgreiðslu á rafmagni og skerða bætur bænda.
Nú verðum að að taka tillit til aðstæðna sem eru þær að ef við viljum þéna vel sem þjóð þá veljum við íslenskar vörur og spörum gjaldeyri en sköpum atvinnu sem skilar svo fjármagni í ríkiskassann. Ef þessi kostur er ekki valin þá verður að flytja inn matvælin vegna þess að við erum ekki samkeppnisfær í verði og eyðum gjaldeyri sem við eigum ekki til og ekkert kemur í ríkiskassann nema vsk af erlendri vöru.
Hver er stefnan og hvað viljum við?
![]() |
Milljarður skorinn af bændum næstu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju býrð þú á íslandi?
Tryggvi Þórarinsson, 7.5.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.