20.5.2009 | 09:30
Þá er landflóttinn hafin og aðeins að byrja.
Nú er komið að því að fólk fer að flykkjast til útlanda til þess að komast í aðeins mannvænna samfélag en ísland erum þessar mundir, þó að það sé kreppa erlendis líka þá virðist fólk fá vinnu við hæfi og það er nú bara hið besta mál. Þetta fólk mun vonandi eiga sér betri framtíð en blasir við hér á klakanum eins og lægra vöruverð, lægri vextir og enga verðtryggingu, það er örugglega þess virði að losna við þau þjóðfélagsmein.
Það er búið að reyna að koma því í hausinn á stjórnmálamönnum hér á landi alveg frá hruni að mikill landflótti er eitt það versta sem getur gerst hjá okkur og eru færeyjingarnir á sama máli að það hafi verið það versta í síðustu kreppu þeirra og vöruðu þeir okkur við þessu fyrir stuttu síðan. Það sem hefur klikkað hérna er að það hefur ekki verið haldið utan um fjölskyldurnar á þeim forsendum að halda þeim á landinu, tildæmis með leiðréttingu skulda, í stað þess var farin sú leið að lengja sársukaferilinn hjá fólki með lengingu lána og þúsundir fjölskyldna munu lenda í þroti þó seinna verði með þessari aðferð, það eru takmörk fyrir því hvað fólk getur borgað mikið til lengri tíma litið.
Við skulum líka athuga að það er ekki nýtt fyrir okkur að eignaupptaka eigi sér stað á íslandi, þetta skeður á ca 10 ára fresti í gegn um vaxtaokur, verðtryggingu eða gengismál. Það er því fullt af rúmlega fertugu fólki sem er búið að upplifa tvisvar til þrisvar sinnum að lenda í eignaupptöku og þá er mælirinn líka orðin fullur og fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur.
Í ljósi þessa er mjög skiljalegt að fólk leiti á önnur mið því það er ekki spennandi framtíðarsýn sem stjórnvöld eru að byggja upp fyrir fjölskyldufólk hérna í dag. Ég vil óska þeim sem eru að yfirgefa landið velfarnaðar í nánustu framtíð.
20 prósenta aukning á útflutningi búslóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála öllu að ofan. Ísland virðist ekki ætla að virka og það er varla hægt að álasa fólki fyrir að láta sig hverfa. Það að við eigum að borga himinháar skuldir sem koma okkur ekki við, og ESB er notað sem einhver töfralausn, er ekki verið að byggja land sem búandi er í. Mig hefur lengi langað til að koma heim aftur, en sé ekki að ég geti byrjað nýtt líf eins og stendur. Mín vandamál eru þó smávægileg miðað við þá sem eru að reyna að selja fasteignir á verði sem nær ekki upp í verðtryggðu húsnæðislánin. Fyrir ári síðan var ódýrasta (samþykkta) í íbúðin í Reykjavík á 19 milljónir. Sú sama, 40 fermetra, tveggja herbergja í Asparfelli, er nú til sölu á 10.5 milljónir.
Villi Asgeirsson, 20.5.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.