Hneykslanleg vinnubrögð eins og venjulega.

Ég tek undir með mörgun bloggurum að vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar eru öll með ólíkindum og nánast ekkert mál er unnið alla leið áður en er byrjað að heigla sér yfir að nú sé eitthvað loksins að fara að gerast hjá ríkisstjórninni.

Ef við skoðum nokkur dæmi eins og icesave málið það mál hálfklárað og í alla staði mjög illa unnið með hag almennings í fyrirrúmi, nú er kannski lag að láta skuldina gjaldfalla á þjóðina í næsta mánuði og láta breta og hollendinga sækja okkur fyrir íslenskum dómsstólum, það tekur mörg ár að dæma í svona máli og þá getum við notað tímann til þess að byggja okkur upp og síðan er aðalatriðið að fá dóm í icasave málinu og sjá hvað út úr honum kemur. Síðan er alveg nauðsynlegt að setja puttann á AGS og skila hýrunni sem þeir lánuðu okkur, við getum snúið okkur til annarra aðila til þess að fá lán ef þörf verður á

ESB málið er auðvitað tímaskekkja og er ekkert sem skiptir okkur máli enda nokkuð öruggt að aðild verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Peningastefna stjórnarinnar er á villigötum og aumingjaháttur að ekki skuli vera búið að grípa til harkalegra aðgerða gegn seðlabankanum og lækka stýrivexti sem halda áfram að fella fyrirtæki okkar hvert á eftir öðru og ekki er mögulegt að byggja upp nokkra atvinnu hér á landi. Síðan eru til fleyri gjaldmiðlar en evra til þess að losa okkur við blessuðu sálugu krónuna, þarf bara að opna augun og skoða allar leiðir.

Ekki á að endurnýja viljayfirlýsingu um álver á Bakka en það eru nýjar leiðir í boði en eins og iðnaðarráðherra segir þá vitum við ekki hvaða leiðir það eru, það eru auðvitað ekki nýjar leiðir ef þær eru ekki til, þessi ákvörðum er ein sú ömurlegasta sem tekin hefur verið í sögu landsins þar sem búið er að skipuleggja og leggja mikla fjármuni í þetta verkefni og því þörf á að stjórnvöld séu áhugasöm um verkefnið. Ég er alveg sammála því að skoða þurfi hvort álver er það sem við þurfum í framtíðinni en að gera tilraun til þess að stöðva verkefni sem eru komin af stað er ekkert annað en landráð.

Árni Páll, sá merki maður sem lagði alla áherslu á að fólk bara greiddi sínar skuldir sama á hverju bjátar, borga bara og borga þar til maður dettur niður og drepst úr næringarskorti þar sem ekki hefur verið til peningur fyrir nauðsynjum. Nú er sami maður komin fram með afskriftarleiðir sem eru alls ekki nýjar af nálinni og eru ekki hans verk, þetta eru tillögur framsóknarmanna frá því í febrúar og ef þær hefðu verið farnar þá væru hundruðir fjölskyldna í mun betri málum í dag og mun færri búnir að fara undir hamarinn. Ég er alveg handviss um að þessi afskriftarleið er kafloðin og ekki sé um leiðréttingu að ræða fyrir þjóðina, heldur útvalda eins og er að gerast í bankakerfinu núna, það eru afskrifaðar skuldir af íbúðarhúsnæði sem bankarnir eiga til þess að þeir geti selt þær, þetta er fyrir útvalda.

Þetta eru bara nokkur dæmi um hvers konar aumingjaskap þessi stjórn hefur sýnt af sér og að ekkert af málefnum hennar kemst endalega í framkvæmd og er klárað, allt eru þetta hálfkveðnar vísur. 


mbl.is 25% lækkun höfuðstóls lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.Þurfum að losna við þessa handónýtu Ríkisstjórn srax.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:26

2 identicon

Gott og vel. En... ætlaðirðu ekki að blogga um fréttina?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband