28.10.2009 | 16:49
Endurskoða þarf heildarpakkann frá A til Ö.
Það er gott að ríkisstjórnin sjái aðeins hvaða kolröngu leið hún er að fara og bakki með eitthvað af skattahækkana áformum sínum, hvenær hefur skilað árangri að hækka skatta upp úr öllu valdi, einfalt, aldrei og það mun aldrei skila árangri því sú stefna drepur allt í kring um sig.
Nú erum við farin að sjá hvað búið er að eyða kröftunum í undanfarið ár og hverju hefur það skilað, já það er einmitt málið að staðan hefur versnað til muna og hlýtur að versna enn meira þegar skattar á almenning hækka. Fyrirtækjum fækkar ört í landinu, veltan í smásölu minnkar hratt, og atvinnuleysi eykst en að miklu leiti er er þetta vegna rangrar stefnu ríkistjórnar því hún er ekki að setja krafta í að byggja upp með því að skera niður innan herbúða sinna og nota þá miklu möguleika sem ísland á að rísa upp úr öskunni eftir mikla óstjórn fyrri ára en svo virðist að ný tegund af óstjórn sé í gangi sem á kannski eftir að kollsteypa okkur.
Nú vil ég fara að sjá framkvæmdavaldið fara að byggja upp með nýja hugsjón og fara að drífa af stað þau stórverkefni sem ákveðin hafa verið sama hvort um álver er að ræða eða ekki, þetta eru ákveðin verkefni sem eru komin af stað og þau verður að klára síðan má skoða hvort eitthvað getur leyst þann iðnað af á næstu árum og er ég viss um að íslendingar eru alveg tilbúnir til þess en ekki með þessum hætti eins og gert er í þessari stjórn, það búa nefnilega fleiri í landinu en stjórnin.
Verkefnin eru í nútíðinni og hefir fortíðin ekkert með þau að gera, skapa störf, afskrifa skuldir fólks að ákveðinni prósentutölu og þá er ég að tala um í alvöru en sleppa blekkingarleiknum, halda skattahækkunum í algjöru lágmarki og styðja myndarlega við sprotafyrirtæki og að lokum þá segjum við nei við ESB því þangað höfum við ekkert að gera.
![]() |
Áform um orkuskatt endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.