25.12.2009 | 13:43
Björgun en samt að sökkva dýpra.
Ég verð nú að segja það að þjóðin er nánast sökkin í fjöruna á strandstað eftir að þú tókst við Steingrímur. Það hefur ekki verið reynt að draga almenning á land en í stað þess er hann látin sökkva en fjármagseigendum hefur verið bjargað mörgum hverjum.
Þú bjargaðir líka tveimur fjármálafyrirtækjum í þínu kjördæmi með lúxusvöxtum án verðtryggingar og síðan er þetta 26 miðjarða lán hjá Landsbankanum illa lyktandi.
Nei Steingrímur, þetta er búin að vera röð misktaka undir þinni stjórn og er þetta rétt að byrja því núna tekur við skattkerfi sem á eftir að kosta ríkissjóð gríðarlegt fé að halda utan um og mikið af skattakröfum mun tapast sem á að innheimta eftirá, einnig er ráðstöfunarfé almennings ekki að verða að neinu svo að samdráttur í neyslusköttum á eftir að reynast ríkissjóði þungbær. Ekkert er verið að vinna að atvinnuppbyggingu eða afkomulöguleikum almennings svo að þetta getur ekki annað en endað með hörmungum.
Þinn möguleiki felst í því að segja að þér og sitja í stjórnarandstöðu þar til ferli þínum er lokið.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Jólakveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 14:18
Svo hárrett ! Hátiðakveðja
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.