9.4.2010 | 10:24
Loksins eitthvað sagt af viti, frestum viðræðum um 3 til 5 ár.
![]() |
Betra að fresta ESB-viðræðum en halda þeim áfram í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 18:20
Lífeyrir fólks er ekki fé sem á að leika sér með, einfalt mál.
Hvað varðar tap lífeyrissjóða vegna áhættubrasks þeirra með verðbréf og hlutabréf er ekkert annað að segja en það að þetta eru ekki ykkar persónulegu peningar, þetta eru okkar peningar. Hvaða kröfu gerum við fólkið? Ekki mjög flókið, við viljum fá alla peningana okkar til baka með hæfilegri ávöxtun, kröfurnar eru ekki meiri en þetta.
Héðan í frá fer ég fram á að lífeyrissjóðir landsins heiti því til landsmanna að þeir fái allt sitt fé til baka með einhverrri lágmarksávöxtun 3 til 4% eða svo, þetta gera sterkustu sjóðir þýskalands en þeir standa við sitt og þar með eru allir ánægðir. Þessar afskriftir af séreignasjóðum landsmanna allt að 25% eru forskastanlegar og hefði aldrei átt sér stað ef rétt hefði verið staðið að málum og síðan er verið að lækka lífeyrissgreiðslur fólks á sömu forsendum, sjóðirnir hafa tapað svo miklu að þeir standa ekki undir greiðslum óskerts lífeyris.
Það er allatf verið að tala um að verðtryggingu megi alls ekki afnema vegna lífeyrissjóðanna, ef það sé gert standi þeir illa, bíðið nú við, það er búin að vera verðtrygging hérna í tugi ára en samt standa sjóðirnir illa? Nei nú þarf miklar breytingar, mjög miklar.
![]() |
Lífeyrissjóðir geri strangari kröfur til útgefenda verðbréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 17:52
Þörf VG að vaða yfir fólk er mikil, ekkert í takt við lýðveldið.
![]() |
Ákvörðun Álfheiðar ólíðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 13:30
Bara misskilningur hjá þér Álfheiður.
Forstjórinn hlýtur að hafa fullan rétt á því að snúa sér til ríkisendurskoðanda ef honum sýnist svo og alls ekki bundin því að ræða við ráðuneytið fyrst. Ef sú regla er alltaf við lýði þá er hægt að svæfa fullt að málum sem sýni slæmar og óvirðulegar vinnureglur eins og greinilega hefur gerst í þessu máli, þetta er ekkert annað en yfirgangur og frekja hjá ráðherra og er afsögn mjög eðlileg leið.
![]() |
Bréf byggt á misskilningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar maður horfir á hvað þessi handónýta ríkisstjórn sem við íslendingar kusum yfir okkur hefur í raun gert mikinn skaða, þá verður maður bitur. Fyrstu mistökin voru að sniðganga heimilin í heilt ár en stjórnin er loksins og sjá það núna að það voru afdrífarík mistök sem ekki verða bætt héðan í frá tjónið hefur orðið og nú er vart hægt að stöðva þróunina vegna þess að það er of seint. Mjög góðu skattakerfi var breitt og nú er búið að brjóta það allt upp og ekkert nema kostnaður og lækkaðar tekjur ríkissjóðs blasa við, mikil mistök og afdrífarík. Síðan kom að því að skuldbinda okkur íslendinga að eyða eittþúsund miljónum króna í ESB umsóknarviðræður, hvers vegna, það liggur ljóst fyrir að Íslendingar vilja ekki ganga í ESB og Íslendingum finnst þetta alls ekki rétti tíminn til þess að vera eyða tíma í ESB. AGS er enn að hrella okkur með sínu einelti og við látum það yfir okkur ganga eins og ekkert sé. Icesave málið er í þeirri stöðu sem það er, klúður sem við íslendingar náðum samt að bjarga á síðustu stundu með því að fella handónýtan samning. Það er búið að hækka skatta langt fram úr hófi og það er búið að hækka ýmis vörugjöld sem valda hækkunum á neysluvörum og síðan hækkunum á verðtryggðum lánum okkar. Atvinnumálin eru strand og VG fólk vill eins og venjulega gera eitthvað annað en hefur enga hugmynd um hvað á að gera til þess að búa til störf. Það eru einstaka þingmenn með sín gæluverkefni á þingi eins og að banna nektardans, eins og þeim komi það eitthvað við ef einhverjir hafa gaman af nektardansi, Ögmundur vill banna auglýsingar á bjórauglýsingum á tegundum léttöls sem heita sama nafni og bjórinn sem sami framleiðandi er með á markanum, hvaða rugl er hér í gangi og hvað er hann að skipta sér að þessu, hefur maðurinn ekkert þarfara að gera. Jóhanna kallar alla ýmsum nöfnum, Steingrímur kemur reglulega í fjölmðiðla og segir að samningar séu að takast í Icesave, Svandís kemur stollt og segist nú vera búin að stöðva þetta og hitt o.s.f.v.
Við hljótum að sjá að þetta er bara ein stór klikkun í gangi hérna og alveg gríðarleg óstjórn á landinu og mikið hlakkar mig til þegar einhver annnar tekur hér við stjórn og þá er hægt að taka fram stóru skófluna og moka allan skítinn í burt og koma þessu landi af stað á nýjan leik. Ég er alls ekki að verja fyrir ríkisstjórnir sem fóru hrikalega að ráði sínu en þetta er það allra versta sem ég hef upplifað.
31.3.2010 | 17:36
Svandís er verkefnalaus.
Þá er Svandís orðin verkefnalaus, búin að stöðva allar stórframkvæmdir og lama atvinnulífið miklu meira er þörf er á og nú er hún farin að sökkva sér í gömul mál til þess að hafa eitthvað að gera, eru þetta nú vinnubrögð og við greiðum henni laun fyrir þetta, hneykslanlegt.
![]() |
Ekki staðið við öll skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 11:29
En atvinnumálin, stjórnin er föst í sama sporinu.
![]() |
Samkomulag um þrjú mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hæstsvirtu ráðamenn (bara hátíðlegur í dag) þá er komin tími til að við stöðvum þetta einelti sem AGS er búið að láta yfir okkur ganga, hisjið nú upp um ykkur brækurnar og segið þessu já ok, samstarfi upp og farið að skoða nýjar leiðir ef það vantar frekari fyrirgreiðslu fyrir okkur íslendinga, það eru leiðir en það þarf bara að líta í aðrar áttir heldur en þessa einu, það eru til áttir eins og austur bara til að mynna ykkur á það. Hættum að vera litla þjóðin sem verður að gera allt sem aðrir segja okkur að gera og verðum bara við með okkar gríðarlegu tækifæri, segja ekki sérfræðingar að ef ísland tekur þá stefnu að koma sæstreng yfir til evrópu og fara að selja raforku þangað að við yrðum ríkasta þjóð í heimi á undraverðum tíma, þetta jafnist á við að vera risastór gullnáma, hefur einhver kjark til þess að fara að kynna sér þetta mál til hlýtar, þá á ég við að byrja á því strax? Takið eftir, ekkert álver, kostnaður á við Kárahnjúka, græn orka og mjög hátt verð sem við fáum fyrir afurðina, er eitthvað að þessu VG fólk, fyrir utan að það verður að virkja aðeins en það er bara okkar gullnáma, græna orkan sem við getum framleitt. Já ég veit VG en virkjanir geta verið fallegar líka ef hönnunin er rétt svo það er engin afsökun, meira segja eru sumar virkjanir með aðdráttarafl fyrir ferðamenn, ég hef skoðað virkjanir og það er bara mjög fróðleg og skemmtileg upplifun.
![]() |
Ísland kann að skorta stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2010 | 08:45
Eins og naut í flagi, dýradagar á alþingi. ESB undirbúningur á fullu?
Já þegar farið er að ræða blessuð dýrin þá dettur manni ýmislegt í hug. Þetta byrjaði allt þegar fíllinn fékk músina til þess að svíkja alla sína kjósendur og koma í samtarf með sér, það gekk eftir eins og allir vita. Síðan hafa allir þingmenn nema Jóhanna verið á Kattholti í geymslu og er það ástæðan fyrir því að ekkert gerist á alþingi nema það að Jóhanna fór að leita að köttunum og fann þá að lokum og voru þeir afskaplega ánægðir að Jóhanna skildi finna þá og taka þá á spenann aftur. En mér fannst eftir það að Jóhanna færi með blessaða kettina eins og rakka svo það fjölgar í dýraríkinu. Síðan kom Jóhanna með útslagið og lætur nú eins og naut í flagi, hvar endar þetta eiginlega. Það er samt spurning að breyta nafni alþingis í Dýraþing?
Svona aðeins fyrir utan dýrin öll þá fór ég að hugsa um hvað er að gerast á íslandi í dag ef maður hlustar og pælir í því, þá er Jóhanna á fullu að undirbúa ESB aðild og grunar mig að allar þessar stofnanir og sameiningar sem hún tuðar um núna sé einungis krafa frá ESB en ekki niðurskurðarhugmynd Jóhönnu. Bíðum bara og þá sjáum við að það verða stofnaðar nýjar risastofnanir sem ESB gerir kröfur um að verði til staðar ef við ætlum inn og munu þær verða miklu dýrari í rekstri en þessar sem fyrir eru ESB er slóttugt fyrirbæri og á eftir að arðræna okkur inn að skinni og vita hvernig á að gera það.
Að öðru leiti er bara haldið áfram að aðstoða fólk í fjárhagsvandræðum með því að egna það í gildrur sem verða til þess að fólk borgar aðeins lægri greiðslur næstu 2 til 3 árin en til lengri tíma og þarf að lokum að greiða hærri upphæð en ella þyrfti, einfalt mál, spyrjið bara Árna Pál.
![]() |
Dýrkeypt leit að köttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |