Mjög illa undirbúin fundur ríkisstjórnar.

Það var eins og við mátti búast, stjórnin er fyrst núna að átta sig á hvert hún er komin með þjóðina og ræðst fram með einhverjar tillögur sem segja okkur ekki neitt. Þarna er verið að tala um alls kyns kerfisbreitingar, draga úr vægi verðtryggingar, breitt greiðsluaðlögun o.s.f.v. Hvenær í ósköpum fáum við að sjá í verki eitthvað bitastætt frá þessari stjórn annað en blaðamannafundi með tilheyrandi gaspri. Algjört úrræðaleysi ríkir áfram á íslandi. Ég hef ekki trú á að neitt af þessu verði að einhverju sem eykur kjark og bjartsýni fólks. 
mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu nú við er eitthvað að þessu fólki?

Jæja ríkisstjórn íslands hefur loksins eftir rúmt ár í starfi viðurkennt að aðgerða sé þörf fyrir heimilin í landinu, nú er ráð að hrópa fjórfalt húrra fyrir trúðunum, húrra, húrra, húrra, húrra.

Látið ekki blekkjast, þetta verða framlengdar hengingarólir sem verða kynntar, örugglega úr rosa fínu leðri eða fiskiroði. Nei, ég hef enga trú á að eitthvað verði gert sem vit er í en ef svo er þá hefur liðið farið á námskeið erlendis í grunnstjórnun lýðræðisríkja. Þar fyrir utan er búið að gera svo mikið af mistökum að ekki verður aftur snúið meðan þessir stjórnarhættir er við lýði. 


mbl.is Kynna aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram aukning á atvinnuleysi vegna vaxtaákvörðunar.

Nú vitum við það að það á ekkert að gera til þess að koma atvinnuvegunum af stað, sama lumman mánuðu eftir mánuð og lýtið sem ekkert gerist er þetta í lagi?

Þetta hlýtur að þýða að fjöldi gjaldþrota fyrirtækja eykst næsta mánuðinn. 


mbl.is Lækka vegna gengishækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað mikið og alvarlegt að stjórnkerfinu hjá okkur?

Það er alveg makalaust hvað ísland þarf alltaf að vera sér á báti ef verið er að ræða peningastjórnun hver kannast ekki við þessi orð, verðbólguskot, óðaverðbólga, himinháir vextir, yfirskuldsetning  (vegna óstjórnar) verðtrygging, dráttarvextir og innheimtukostnaður. Öll þessi orð eiga það sameiginlegt að vera á öðru plani heldur en gengur og gerist hjá venjulegum þjóðum þar sem peningastefnan er allt önnur eða einfaldlega lág verðbólga og lágir vextir og engin verðtrygging. Það er búið að ræða þessi mál mörg þúsund sinnum í öllum fjölmiðlum í áratugi og hvar stöndum við í dag, (þarf eitthvað að ræða það) enn einu sinni erum við á hausnum og það er sama stefnan við lýði áfram, hvernig í ósköpum stendur á því?

Getur verið að þetta fólk sem er að stjórna Seðlabankanum sé ekki starfi sínu vaxið og noti bara gömlu aðferðirnar því það er hrætt við að reyna nýjar leiðir, getur verið að ríkisstjórnin sé alltaf með fingurnar í verkum Seðlabankans til þess að verja fjármagnseigendur, ég veit það ekki en velti oft fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið unnið í því að snúa íslenskri peningastjórn í eðlilegan farveg til þess að forðast þetta endalausa hrund sem verður hérna á ca 10 ára fresti þó mismikið sé en þó alltaf það mikið að þúsundir fjölskyldna verða gjaldþrota. Hvar er þetta gamla kosningarloforð að fjarlægja skuli verðtryggingu lána, er það ekki á loforðalista núverandi stjórnar?

Það hljóta allir að sjá að þetta gengur ekki lengur, sama hvað þeir eru menntaðir og nú hlýtur að þurfa að skipta um gír og  fara nýjar leiðir, ég veit að það eru gjaldeyrishöft og allt það en það hafa nú heyrst raddir innan úr Seðlabankanum að það séu nú til leiðir til þess að leysa úr þessum höftum en kjarkinn vantar og allt situr við það sama, háir vextir og atvinnulífið gjörsamlega sligað og á ekki langt eftir. Það er búið að hækka óbeina skatta óhóflega og þar með verðbólgu og verðtryggð lán okkar og vegna ofsköttunar þá lækka skatttekjur ríkissjóðs, þetta er gamla kommaleiðin sem er hvergi notuð lengur í lýðræðisríki og þetta er leið sem hefur aldrei virkað, við þurfum að fá tekjurnar til ríkisins frá atvinnulífinu og tekjuskattar verða að vera innan skynsamlegra marka öðruvísi gengur þetta ekki upp. Fjármagnstekjuskattar sem hækka of mikið hrekja fjármagnið úr landi, það vita ráðherrar en það er samt gert? Rekstrarskattar á rekstur fyrirtækja eins og tryggingargjald sem dæmi, setur fyrirtæki í stopp, fólk gefst bara upp á rekstrinum því það er búið að hækka skatta of mikið.

Ég vil sjá öflug samtök á íslandi sem geta pressað verulega á stjórnvöld að viðurkenna bara að við erum ekki á réttri leið og verðum að snúa þessu ruglu öllu sama í aðra átt og taka þeim erfiðleikum sem því fylgja eins og að lækka vexti, afnema verðtryggingu og fl. þetta er ekkert auðvelt en við eigum ekki annan kost en breyta núverandi óstjórnarástandi, sem hefur reyndar staðið í tugi ára.


mbl.is Spá því að stýrivextir verði 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo eru það skattarnir sem leggjast á afskriftirnar?

Það er alltaf verið að ræða um ákveðna hópa í þjóðfélaginu sem keyptu dýra bíla, ódýra bíla, dýr hús og o.s.f.v. í stað þess að ræða þetta á þeim nótum að við séum jöfn er það ekki annars málið að afskriftir gangi yfir allan almenning og síðan taka þá sem verst standa á eftir og klára þeirra mál á annan hátt. Við verðum að athuga líka að það er fullt af fólki sem tók ekki þátt í neinu eyðslufyllerí en er samt sem áður búið að tapa gríðarlegum upphæðum og er komið með stökkbreittar afborganir sem það hafði vel efni á að borga af en hefur það ekki lengur, þetta er fólk líka en stjórnmálamenn tala þannig að þetta fólk verði bara að bjarga sér á meðan er afskrifað í gríð og erg af þeim sem voru að leika sér með miljarðatugina. Þetta segir okkur að til eru tveir hópar í dag fátækir og ríkir, millistéttinn er að þurkast út.

Skattar á afskriftir eru eitt að þessum atriðum sem eru niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnvöld á þessum tímum, hugmyndin þarna á bakvið er að ná miljörðum af útrásarvíkingum en að láta sér detta það í hug að þeir borgi eitthvað af þessum sköttum er fjarstæða, þeir eru fyrir löngu búnir að tryggja sig gagnvart þeim álögum. Það verður einfaldlega almenningur sem verður rukkaður um þessa skatta og þeir sem ekki ráða við skattana verða gerðir gjaldþrota, svona einfalt er þetta, svo á meðan skattar eru lagðir á afskriftir einstaklinga þá er þetta enn ein sjónhverfing stjórnvalda en allar aðgerðir þeirra eru á þennan veg.


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draga umsóknina til baka umsvifalaust, það hlýtur að vera krafa almennings!

Á tímum sem þessum getum við ekki látið eina manneskju vaða hérna uppi með ofstoppa og leggja enn meiri byrgðar á okkur en nú þegar er. Jóhanna getur ekki eytt miljörðum í þetta gæluverkefni nema að hafa umboð þjóðarinnar til þess og það hefur hún alls ekki. Þetta er verkefni sem má skoða eftir einhver ár og þá á að vera búið að kynna landsmönnum málið frá öllum hliðum og hafa síðan þjóðarkosningu um hvort við höfum áhuga á því að sækja um að verða lítil þúfa í þessu bákni.  
mbl.is Ný stofnun kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan styrkist áfram og ekki heyrist bofs um krónuna frá ríkisstjórn.

Þetta er skrýtin stefna hjá ríkisstjórn og Seðlabanka sem spáðu hruni á krónunni ef ekki tækist að semja um icesave ruglið en hún styrkist bara áfram eftir kosninguna góðu, hver er stefnan í dag?
mbl.is Gengi krónunnar styrktist um 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu skref fyrir heimilin, er það ekki næsta hænufet?

Steingrímur segir að næstu skref fyrir skuldug heimili séu að lýta dagsins ljós fljótlega, það finnst mér frekar seint þar sem svo mörg heimili eru orðin gjaldþrota nú þegar og takið eftir einu, þetta er svona leyndarmál sem engin má vita fyrr en síðar, þekkið þið þessi vinnubrögð?

Nei Steingrímur þú vinnur ekkert traust framar, þín pólítíska framtíð er búin þar sem þú gleymdir stefnu þíns eigin flokks og lést Jóhönnu teyma þig á asnaeyrunum út í vitleysu.


mbl.is Njóta heimilin afskriftanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta aðgerð ríkisstjórnar staðreynd og mjög gott mál að þetta sé komið í höfn.

Það er frábært að þetta ljóta mál sé búið að fá endi þótt fyrr hefði mátt vera en það er eins og það er að bæturnar hefðu mátt vera hærri, það næst sjaldan sátt um hámarksbætur. En það er sem sagt gott mál að þetta mál sé afgreitt þótt margir sitji uppi með skaða sem aldrei verður bættur en þetta er þó smá sárabót fyrir meðferðina sem fólk varð fyrir. Þetta gerist vonandi aldrei framar í íslensku þjóðfélagi.
mbl.is Staðfesting á tjóni vistmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjört kjaftæði að þessi aumingjastjórn sitji enn.

Rétt Steingrímur, verk stjórnarinnar eru tildæmis umsókn um aðildarviðræður í ESB og að hafa klúðrað Icesave málinu tvívegis, þetta er það sem stjórnin hefur gert annað er markleysa en það er rétt hjá Steingrími að stjórnin hefur unnið sért þetta tvennt til verka og vonandi er hann stoltur af þeim verkum.
mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband