4.3.2010 | 11:00
Spilling Steingríms að koma í hausinn á okkur.
![]() |
Lausafjárskortur ýtti VBS í fang FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
![]() |
Búið að loka Friðriki V. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 09:58
Æi, hættu nú þessum endurtekningum, það er búið að vera stutt í lausn í marga mánuði.
Það er alveg ótrúlegt að hlusta á tvíeykið hana Jóhönnu og Steingrím koma á sitthvorum fjölmiðlinum í marga mánuði og segja bæði alltaf það sama "það er stutt í lausn á ICESAVE" allavega hundrað sinnum höfum við heyrt þetta og ekkert að marka hvað þau segja. Þetta er örvænting.
Æ, ég ætlaði ekki að blogga um icesave fyrr en eftir laugardaginn en ég viðurkenni þó mistökin.
![]() |
Segir ekki langt í land í Icesave-deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 09:06
Hefðu betur hlustað á Ingólf H. Ingólfsson á sínum tíma.
Ingólfur er merkilegur maður sem hefur predikað í fjöldann allan ára yfir íslenskum stjónvöldum, lífeyrissjóðum og almenningi hvernig fara skal með peninga og að það sé varúðar þörf á ýmsum sviðum peningastjórnar. Eins og flestir vita rekur Ingólfur Spara.is og heldur fjöldann allan af námskeiðum fyrir almenning sem eru mjög góð að mínu mati og allir ættu að sækja og verða meðvitaðri um peninga og hvernig verðtryggð lán leika okkur grátt svo eitthvað sé nefnt.
Aðalerindi þessa bloggs er að Ingólfur barðist lengi fyrir því lífeyrissjóðir færu betur með fé landsmanna og fjárfesti eins öruggt og mögulegt er því krafa almennings sem á í lífeyrissjóðum er einfaldlega sú að fólk vill fá alla peningana sína til baka sem örlítilli ávöxtun. Þetta er einmitt mergurinn málsins, það er ekki gerð meiri krafa enda eru þvílíkar upphæðir inn í þessum sjóðum að ekki þarf háa ávöxtun til þess að þeir raki inn miljörðum í vaxtatekjur og síðan er bara að hafa yfirbygginguna eins litla og mögulegt er því þetta gengur nánast sjálfvirkt fyrir sig ef ekki þarf fjölda fólks til þess að vinna í fjárfestingadeildum sjóðanna til þess einmitt að fjárfesta í eignum sem eru áhættufjárfestingar og hvað gerðist 400 til 500 miljarðar eru tapaðir og ekki er allt enn komið upp á borðið, það er búið að afskrifa gríðarlegar upphæðir af séreignasparnaði fólks sem er fáranlegt að sjóðirnir hafi haft leyfi til að leika sér með þá peninga líka ásamt iðgjöldunum.
Já Ingólfur hafði rétt fyrir sér og ef hlustað hefði verið á hann væri staða sjóðanna sterk og kæmi það íslandi vel í dag.
![]() |
Töpuðu hundruðum milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 11:56
Er ekki komið nóg af þessi bulli öllu saman.
Maður er nú alveg búin að fá upp í háls af þessu ruglmáli og ég rak augun í frétt í gærkvöldi þar sem talað var um að íslendingar væru með nýtt tilboð þar sem höfuðstóllinn hafði verið hækkaður frá síðasta tilboði sem bretar og hollendingar hafa verið að melta, sem sagt, eftirgjöf sem er nú ekkert nema uppgjöf í þessu máli.
Nú segi ég í síðasta skipti fyrir laugardaginn varðandi Icesave, kjósum öll, það skiptir máli að sem allra flestir kjósi, enga leti, mæta á kjörstað og kjósa á móti þessu, ólögum og sjáum til þess að fólk út í evrópu átti sig á því að ekki er sjálfsagt að stjórnvöld traðki á því og láti það greiða skuldir fjárglæframanna.
Síðan fer málið fyrir dóm og við vinnum það þar er það ekki málið?
![]() |
Utanríkisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 11:23
Enga embættismenn í viðræður.
![]() |
Fundur fyrir hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 11:19
Kemur alls ekki á óvart, er bara byrjunin.
![]() |
Lagabreytingar fæla á brott skattgreiðendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2010 | 11:41
AGS eru bara glæpasamtök.
Þarna eru á ferðinni glæpasamtök sem eru skipuð fjármagnseigendum sem gera allt til þess að hirða upp bestu bitana þar sem þeir drepa niður fæti, það þarf ekki mörg orð um þetta mál því búið að að skrifa tugi greina þar sem vinnubrögð AGS er fordæmd. Fólk verður að átta sig á því að ímynd íslands er að styrkjast og mun styrkjast enn frekar, hvers vegna, jú, vegna þess að við stöndum í fæturnar og látum ekki bjóða okkur hvað sem er, þá á ég auðvitað við almenning en ekki ríkistjórnina. Það hefur alltaf verið hægt að fá lán frá fleirum en AGS og norðurlandaþjóðum. Við erum að svínbeygja breta og hollendinga og gerum það sama við AGS klíkuna.
![]() |
Vilja hafna aðstoð AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2010 | 10:33
Er þráhyggja að plaga hjúin eða eru það stjórnarlokin?
Ég spyr, hvers vegna ættum við að einangrast hvað höfum við gert af okkur til þess að einangrast? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör, þarna er verið að deila um lög og reglur sem hefur verið gert frá fyrstu tíð og er kallað "engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð". Við íslendingar þurfum að fá dóm til þess að fá það staðfest hvort við eigum að greiða skuldir Björgúlfanna og ef við eigum að gera það þá gerum við það en ef dómur fellur okkur í hag þá gerum við það ekki.
Eins og staðan er í dag þá er ég ansi hræddur við að Jóhanna og Steingrímur séu lasin og nauðsynlegt að senda þau í blóðprufu og fá úr því skorið hvort það sé þráhyggja sem er að plaga þau eða hvort það er kvíði fyrir starfslokum sem ráðherra. Eitthvað er að, því viðræðum er lokið og þarf ekkert að velta sér upp úr því lengur og nú kjósum við.
Það eru fleiri þjóðir en ESB þjóðir í heiminum sem geta lánað okkur þetta smotterí sem vantar til þess að geta greitt að lánum í lok næsta árs en ég held að tímanum sé best varið í að afla tekna til þess að greiða af lánum en ekki taka lán (það gerðu útrásarvíkingarnir) tækifærin eru gríðarleg mörg á íslandi með gengið svona skráð en það þarf þá að vinna í málinu.
![]() |
Times: Hætta á einangrun Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2010 | 18:07
Enn einu sinni er almenningur niðurlægður, stopp núna.
Þetta er niðurstaða sem er gjörsamlega óþolandi fyrir hinn íslenska borgara, það er búið að draga okkur á asnaeyrunum mánuð eftir mánuð og alltaf er þessari blessuðu skýrslu frestað, hvað eigum við íslendingar að halda, jú auðvitað það að það sé verið að troða eins miklu undir teppið og mögulegt er sem við fáum aldrei að vita um. Nú er ég að verða sannfærður um að ég bý ekki í lýðræðisríki, landið er tvískipt, við almenningur sem má troða á að vild og síðan þessi klíka stjórnmálamanna, alveg sama í hvaða flokki þeir eru, eins andskotans klíka (afsakið orðbragðið en þetta varð að koma fram annað er ekki rétt) Hvaða möguleika eigum við íslendingar að fá þessu hnekkt og fara fram á að skýrslan verði byrt strax áður en búið er að koma hinum og þessum höfðingjum til hjálpar í skýrslunni, engan möguleika. Það eina lýræðislega sem ehfur gert á þessu ári er að forsetinn minnti okkur á hvað það er en síðan tekur hitt pakkið við og reynir allt sem hægt er til þess að hafa að okkur lýðræðislega kosningu um icesave kjaftæðið.
Við vitum að Geir, Ingibjörg, Björgvin, Árni, Davíð og margir aðrir eru sakamenn í þessu hrunamáli en við verðum að fá þetta á borðið eins og nefndin vann málið, hún má alls ekki fá tíma til þess að breyta skýrslunni áður en hún er byrt en ef það verður búið að fegra þetta fólk á einhvern hátt þá verður allt vitlaust í þessu landi næstu árin og megun við þakka fyrir að náq því að vera 200.000 íslendingar eftir 3 ár, þetta er ekki lýðandi lengur þessu yfirgangur á öllum sviðum.
![]() |
Skýrslunni enn frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |