25.2.2010 | 17:13
Annað sagði Árni félagsmálaráðherra!!!
Dæmigert mál. Árni kemur gasprandi í sjónvarpið og tjáir sig um að það sé ekkert unnið með því að fresta vandanum en svo er búið að fresta vandanum á alþingi, hvað á að kalla svona vinnubrögð. Spurning hvort ríkið er að reyna að komast í heimsmetabókina með því að safna saman uppboðum og slá svo metið "flestar eignir seldar á einu bretti á uppboði" já, hvað á maður að halda.
Að þetta lið skuli ekki geta vaknað og koma því fólki til hjálpar sem er að missa eignir sínar er alveg gjörsamlega óskiljanlegt því gjaldþrot eru þjóðfélaginu dýr. Annað sem kemur upp í hugann, já bankarnir stefna á að vera stæðsta leigumiðlun landsins, kannski en þola þeir að leysa allar þessar eignir til sín?
![]() |
Nauðungarsölum áfram frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2010 | 14:15
Óvægin ríkisstjórn, ekki þjóðfélagsumræðan.
![]() |
Margt gott gert innan bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2010 | 09:59
Kannski farin að átta sig á vandanum.
Já kannski er Ólína farin að átta sig á að það eru um 3 til 4000 miljarðar í hættu í sjávarútvegi og afhverju ekki í sjávarútvegi eins og öðrum greinum, lánin í þeirri grein hafa líka hækkað og eru að sliga fyrirtækin, það eru mjög háar upphæðir búnar að vera í frystingu og verða áfram þar til ríkisstjórnin býr til stefnu í landinu. Ef kvótinn verður innkallaður á næstu 20 árum og lagafrumvarp þar um samþykkt, þá má bara afskrifa þessar hundruði miljarða strax, er það kannski ástæðan fyrir því að ekkert hefur verið gert fyrir almenning, það þarf að vera til peningur til þess að afskrifa þessar upphæðir í þessari grein, kæmi ekki á óvart.
Nei ég segi, hættið við að hreyfa við reglum í sjávarútvegi og ræðið breytingar í rólegheitum við útvegsmenn næstu mánuði. það gæti skilað því að eitthvað af þessum lánum skilaði sér til baka sem útgerðin skuldar í dag.
Ætlar ríkið kannski að stofna útgerðafélag ríkisins þegar það er búið að taka yfir flest fyrirtækin í greininni?
![]() |
Spyr um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2010 | 12:38
Árshátíð VG héðan í frá 24 febrúar. ESB hátíð.
Jæja þetta er góður dagur fyrir VG og sennilega þeirra stærsta stund í lífinu, áfanganum er náð ESB aðildarviðræður framundan og við 1000 miljónum fátækari innan skamms.
Fyrir utan VG daginn mikla 24 febrúar 2010 þá rennur örugglega ekki af Jóhönnu fyrr en aðildin er komin i gegn.
En því miður þá munu íslendingar kolfella aðild svo tilgangurinn með þessu er engin.
![]() |
Mælir með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2010 | 11:28
Opnaði fyrst huga þinn Steingrímur áður en þú biður aðra um það.
Alveg er þetta dæmigert, við erum að öðlast sterka stöðu á alþjóðavettvangi gagnvart Icesave og Steingrímur nánast grátbiður kúgarana að koma með eitthvað til þess að það sé hægt að undirrita það. Farðu nú bara að hugsa um þjóðina og gleymdu þessu fjárans máli, við fáum niðurstöðu úr því frá dómstólum. Ef stjórnin fellur eftir atkvæðagreiðsluna þá verður svo að vera og er ég viss um að þú kemst ekki að aftur eftir að hafa setið á stólnum í yfir eitt ár án aðgerða þjóðinni til góða.
![]() |
Komi til viðræðna með opnum huga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2010 | 11:19
Verðbólgan á uppleið, verðtrygging er kýlí sem verður að stinga á.
Nú er þetta að koma fram sem allir landsmenn voru að vara ríkisstjórnina við að hækka ekki óbeina skatta því það þýddi hærri verðbólgu, hækkun verðtryggðra lána og aukið atvinnuleysi og er það ekki raunin, ó jú það er svo sannarlega raunin og nú var bensín og olía að stórhækka og hvað þýðir það, aukna verðbólgu en ríkið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni tildæmis að lækka olíuskattana til þess að halda í við verðbólgu, nei ekkert er gert.
Íslendingar farið nú varlega í ákvarðanatöku.
Ástæða þess að ég er að blogga svona mikið á móti stjórnkerfi landsins er fyrri reynsla af íbúðarkaupum með öllu tilheyrandi en tvisvar hef ég lent í svona harkalegum niðursveiflum og í síðara skiptið tapaði ég öllu, vegna hárra vaxta, óðaverðbólgu og lækkandi húsnæðisverðs. Það er það sama og er að gerast í dag en til viðbótar í dag er bankahrunið og erlend stökkbreitt lán sem gerir ástandi miklu skelfilegra en var þegar ég tapaði aleigunni. Þetta er ástæðan fyrir minni reyði að það er ekkert gert í vandamálinu og fjöldinn allur af heiðarlegu fólki fer í gjaldþrot en ég er á því að hægt hefði verið að bjarga þúsundum manns ef eitthvað hefði verið gert strax við bankahrun. Ef við horfum aftur í tímann þá sjáum við að þetta er rútenerað ástand á íslandi, alltaf reglulega gerist eitthvað á þessa leið og almenningur situr í súpunni. Þetta var ég búin að sjá út og þá ákváðum við hjónin að nú skuli húsnæði leigt og bifreið líka, aðeins síðar að vísu en sem betur fer leigðum við bíl, því þótt leigan hafi hækkað um 100% þá vorum við þó laus við bílinn eftir að leigutímanum lauk án skuldbindinga og ekki með stökkbreitt bílalán sem er eins og víða helmingi hærra en bílverðið. Þetta er svona aðeins til þess að benda fólki á að það getur verið miklu hagstæðara að leigja heldur en kaupa í Íslandi því hérna hefur fólk aldrei getað gert áætlanir sem standast, þá á ég við eftir að verðtrygging lána var lögleidd en laun fylgdu ekki með. Verðtryggingin er eins og kýli á íslensku þjóðfélagi sem verður að stynga á og sprytta vel á eftir svo það grasseri ekki á nýjan leik, hún verður að víkja og besti tíminn er núna að klára pakkann til enda, einhverjir sjóðir koma til með að tapa einhverju svona rétt í byrjun en síðan getum við farið að lifa í þjóðfélagi þar sem fólk getur fengið eðlilega fyrirgreiðslu til íbúðarkaupa með td 3% vöxtum óverðtryggt og þar með gert áætlanir í fyrsta sinn í 40 ár. Ég tek fram að ESB kemur þessu máli ekki við, við getum afnumið verðtryggingu án þess að ganga inn á ESB (eruð þið nokkuð búin að gleyma SÍS)
Því segi ég, ekki versla ykkur húsnæði eða of dýran bíl eins og stendur, óvissan er allt of mikil og við erum enn með verðtryggingu sem verður að víkja og munum að það verður að vera kosningarloforð númer eitt í næstu kosningum sem einhverntímann verða.
![]() |
Verðbólgan mælist 7,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 10:28
Þá er það bara dómsmálaleiðin, verum bjartsýn á þá leið.
Þá virðist það vera komið á hreint loksins að ekki verður samið um Icesave beint við breta og hollendinga og er guðs mildi. Þetta hefði líka aldrei gengið með tilkomu allra þessara embættismanna, það átti eins og svo fjölmargir hafa haldið fram að láta harðsvíraða samninganefnd ganga í málið án aðkomu Steingríms, Bjarna og hinna þið skiljið mig.
Nú er bara að kjósa á móti núverandi samning og sýna sameiningarmátt okkar íslendinga og síðan verður málið sent dómstólum og síðan kemur niðurstaða eftir nokkur ár. Eftir að við fellum Icesave fellur ríkistjórnin sjálfvirkt og er von mín að utanþingsstjórn verði skipuð ekki þjóðstjórn, því ég held að það sé engin á alþingi sem getur gert nokkurn skapaðan hlut fyrir okkur landsmenn, við þurfum alvöru fagfólk með þekkingu á rekstri sama hvers lenskir þeir eru, bara að hlutirnir fari að stað aftur. Það er kannski einn ráðherra sem gæti haldið starfi sínu, það er dómsmálaráðherra sem hefur staðið sig alveg ágætlega að mínu mati.
Svona sem innskot, það var frétt í morgun þar sem kom fram að starfsmenn á plani væru í útrýmingarhættu vegna þess að bensínverð er orðið svo hátt að engin vill kaupa þá þjónustu lengur, þá spyr ég, er það ekki eðlilegt að fullt af atvinnugreinum dragi saman svo um munar við þessar aðstæður þar sem verð á vörum og þjónustu er orðið svo hátt að fólk getur hvorugt keypt en samt tókst Steingrími og Jóhönnu að reikna út að tekjur ríkissjóðs myndu hækka við allar þessar rosalegu skattahækkanir. Þetta eru greinilega algjörir snillingar.
![]() |
Afþökkuðu lokatilboð Bos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 10:18
Ekki eyða tíma í óþarfa rugl lengur, gagntilboð strax á kúgarana.
![]() |
Vilja 2,75% álag á vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 09:15
Viðbjóðslegt landráð ef satt reynist.
Á vinnubrögðum Steingríms undanfarið ár trúi ég honum til alls og ef þetta satt reynist þá má hann fara að pakka og ákveða hvert við sendum hann til varanlegrar útlegðar og Jóhönnu með.
![]() |
Grunur um leynimakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 15:53
Er ekki eðlilegt að Steingrímur fjúki?
![]() |
Skýrist á næstu klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |