8.2.2010 | 09:56
Ætli einhver ráðherrann stöðvi ekki stækkunina.
![]() |
50 ný störf hjá Actavis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2010 | 11:28
Aðildarumsókn dregin til baka?
Ég á nú ekki von á því að umsóknin verði dregin til baka og þær 2000 miljónir sem á að eyða í tigangslausar viðræður sparaðar til þess að hjálpa illa förnum fjölskyldum á íslandi en mikið væri það nú skynsamlegt því aðild að ESB yrði felld með ca 70 til 80% ef marka ma kannanir sem gerðar hafa verið og síðan þarf ekki annað en hlusta á fólkið í landinu það vill ekki ganga í ESB.
Hvað varðar að Jóhanna gefi ekki kost á sér í viðtöl við blaðamenn í förinni er einfaldlega það að hún og Steingrímur hafa aldrei reynt að styrkja okkar málstað útávið það er ljót staðreynd og hneykslanleg.
![]() |
Jóhanna í einkaheimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2010 | 11:47
Málið snýst ekki um hvað skilar sér frá Landsbankanum.
![]() |
Eignir Landsbankans gætu skilað meiru en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2010 | 11:57
Venjuleg uppskrift lags, Hvanndalsbræður eru málið.
Stolið og ekki stolið, það skiptir engu máli hvort lagið er stolið það eru til mörg hundruð eurovision lög sem hljóma eins og þetta lag og er ég eiginlega hissa á þessu metnaðarleysi að geta ekki samið eitthvað annað en þessa sömu samsuðu sem flestar þjóðir syngja í keppninni.
Þið sáum Jóhönnu í fyrra, það var ekki hefðbundin uppskrift en trúlega eitt skemmtilegasta lag sem við höfum sent og ekki var flutningurinn síðri.
Eftir að hafa hlustað margoft á lögin sem keppa á laugardaginn þá er það Gleði og glens með Hvanndalsbræðrum sem stendur uppúr að mínu mati og hefur gert það allan tímann síðan ég heyrði það fyrst, íslensk vinsæl hljómsveit sem flytur skemmtilega tónlist og ekki skemmir skemmtileg sviðsframkoma þeirra og fas, þarna eru snillingar á ferð sem við skulum sameinast um að koma í lokakeppninga, áfram Hvanndalsbræður.
![]() |
Er lagið stolið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er fólk sem staðið hefur sig svona herfilega illa í stjórn landsins að fagna, það er einfaldlega ekkert tilefni til þess að fagna og ef talað er um að eitt ár sé síðan ógnarstjórnin tók við þá ættum við að gráta en ekki fá okkur tertu en kannski gráta þau yfir tertunni og tárin gera tertuna að einhverskonar samsulli sem ekki er gott en þá líkist hún vinnubrögðum stjórnarinnar.
Nei nú er tímabært að finna einhver utanaðkomandi aðila sem er með leiðtogahæfileika og getur staðið hnarreistur fyrir framan þjóðina og rifið hana upp úr öldurótinu, þetta er vel hægt ef réttur aðila stendur í brúnni og stjórnar skútunni í einhverja ákveðna átt en ekki láta hana reka stjórnlaust eins og verið hefur undanfarið ár. Nýjan forsætisráðherra strax sem vill vinna með okkur fólkinu, ópólítískan aðila sem hefur mikla reynsku í alþjóðamálum og rekstri, leiðtoga með bein í nefinu. Engar kosningar, bara finna foringja.
![]() |
Kaka í tilefni dagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2010 | 18:08
Vinnubrögð föður síns, bara dæmigert.
Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart því Svandís Svavarsdóttir hefur ekki hundsvit á því sem hún er að gera og vinnur hart og ákveðið gegn atvinnuuppbyggingu og nýtingu orkuauðlinda okkar. Allar framkvæmdir eru stöðvaðar og síðan á bara að lifa á því að bíta gras, ekta vinstri stefna sem er ekkert annað en óstefna.
![]() |
Kom mjög á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2010 | 12:41
Þvert á orð ríkisstjórnar.
![]() |
Krónan hefur styrkst um 5% á 2 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2010 | 11:36
Löngu tímabært að afnema vísitölukjaftæðið.
![]() |
Kaupmáttur launa lækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 18:52
Passar Jóhanna, hvorki vörn né sókn.
![]() |
Landsliðið fyrirmynd í sóknaráætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 12:27
Afsögn Jóhönnu væri það besta fyrir íslendinga.
Alveg er þetta ótrúlegt að forsætisráðherra íslands skuli haga sér eins og landráðamaður út um allan heim og tala á móti málstað okkar fólksins í landinu, getur hún ekki bara sætt sig við það að við erum að fara að fella þessa ömurlega Svavars samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu og við viljum hætta þessu ESB kjaftæði og spara þær 2000 miljónir sem eiga að fara í aðildarviðræður. Við viljum aðgerðir innanlands strax á meðan fólk hrökklast ekki burt frá þessu allherjarrugli sem hér er á ferð.
Ég fer að halda það þurfi uppþot í landinu til þess að stöðva Jóhönnu og Steingrím, þetta gengur bara ekki lengur hvernig þau tala, þau eru í vinnu fyrir þjóðina og ekkert annað á að hafa forgang en fylgja eftir vilja meirihluta þjóðarinnar. Ég vil afsögn Jóhönnu og að ráðin verði forsætisráðherra á faglegum forsendum sem treystir sér til að fara okkar máli.
![]() |
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |