Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ísland er þjóð sem lætur ekki troða á sér, verðum það áfram og höldum okkur við NEI.

Það eru ánægjulegar kannanir sem eru að birtast um þessar mundir þar sem Icesave er fellt í öllum könnunum og við höldum okkar lýðræðisrétti og sjálfstæði sem er frábær tilfinning. Við höfum ekki látið troða okkur niður hingað til og ætlum greinilega að halda því þannig, áfram Ísland.

Vandamál lífskjara þjóðarinnar sem er verið að reyna að nota sem hræðsluáróður á okkur í dag er ekki Icesave, það er ríkisstjórn Íslands sem er vandamálið, það eru einmitt stjórnvöld sem ekki þora að blása til sóknar og efla atvinnulíf á Íslandi. Þar sem engin úrræði eru til þess að auka tekjur ríkisins í gegn um atvinnulífið þá er bara ein leið til hjá deyjandi stjórn, hækka skatta. 


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Steingrímur, eru tekjurnar að skila sér?

Þetta er allt að koma í ljós um þessar mundir hvernig ofurskattastefna kemur út, allt dregst saman og fólk fer í skelina, þarf ekki fleyri orð um það.
mbl.is Umferð dregst saman um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plott stjórnvalda, SA og ASÍ til þess að kúga fólk.

Þetta segir allt sem segja þarf að vinnubrögð stjórnvalda hafa ekki verið okkur almenning í hag því stefnan hefur verið og er á fjármálafyrirtækjum (að endurbyggja upp allt of stórt bankakerfi) og það kemur niður á velferð fjölskyldna í landinu. Áherslan hefur ekki verið að byggja hérna upp, hvorki velferðakerfi, atvinnu né sanngjarnar leiðir á lánaleiðréttingum. Þetta er aðalvandinn.

Þetta nýjasta útspil Steingríms og Jóhönnu að fá SA og ASÍ til þess að gera tilraun að kúga fólk til þess að samþykkja ónýtan vaxtasamning (Icesave) er að leggjast eins lágt og hægt er enda þótti ég sjá einhvern óþokkasvip á hjúunum eftir samræður undanfarinna daga við þessa háu herra.

Við eigum þennan kost að fella Icesave sem er nauðsynlegt að mínu mati og vonandi verður það þá til þess að í framhaldinu hrökklist þetta landráðafólk frá völdum sem gerir þessa örvæntinga tilraun að kúga okkur eins og Bretar og Hollendingar eru að gera.


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl og vitleysa að Icesave skipti máli í kjarasamningum.

Það er alveg merkilegt að blanda Icesave inn í kjarasamninga sem gerir það einfaldlega að verkum að NEI sinnum á eftir að fjölga mjög og er það hið besta mál.

Að það skuli vera betra að skuldbinda þjóðina til þess að ná kjarasamningum er hneysa og er ekki nokkrum bjóðandi. Ég ætla að spá 75% felli samninginn.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei og aftur nei, fyrir bjartari framtíð.

Steingrímur hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir Íslendinga undanfarin 2 ár og því ekki að marka eitt einasta orð sem hann segir, því segjum við að sjálfsögðu nei í kosningunum og hvet ég nei fólkið að vera duglegt að mæta og kjósa.
mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Ísland eða gamla Ísland áfram.

Það er alltaf verið að gaspra um að það þurfi að breyta stjórnkerfi Íslands en það er jafnóðum lokað á alla möguleika til þess að koma þjóðinni út úr því að vera lokað kommúnistaríki. Það var athyglisvert að hlusta á viðræður á Bylgjunni í morgun þar sem einmitt kom frá VG fólki að þeirra eigin flokkur væri búin að svíkja allt sem hægt er að svíkja og að flokkurinn væri orðin flokkur fjármagnseigenda. Tekjur ríkisins koma frá fólkinu í gegn um beina skatta og síðan er þeim skilað til þeirra sem eiga peningana.
mbl.is Segir ríkisborgararétt ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggðu lánin komin af stað á ný. Hvar eru mótmælaleiðtogarnir?

Það er ekkert nýtt að gerast á Íslandi í efnahagsstjórn, verðbólga lækkar og verðbólga hækkar, sömu skaðræðis vísitölurnar í gangi, krónan lækkar jafnt og þétt, það er engin peningastefna í gangi, það er engin atvinnustefna í gangi, við höfum ekkert fólk við stjórn landsins sem er rekstrarlega menntað, við erum með handónýtt alþingi sem mælist varla í trausti og ofan á allt saman þá erum við með ofurskattastefnu og það er enn verið að hugsa að hækka skatta. Þetta er stefna sem setti okkur í þessa stöðu sem við erum í dag og horfum á það eins og það er blákalt, sama hvoru megin þið ágætu lesendur eruð í pólítík (ég er hvoru megin í dag) þetta er niðurstaðan af svokallaðri norrænu velferðastjórn sem er orðatiltæki sem ég hef aldrei skilið, svipar til orðsins gegnsæi?

 Það er verið að spá í að draga saman ríkisútgjöld í Bretlandi og það eru mörg hundruð þúsundir manna á götum úti að mótmæla en hér á Íslandi þar sem staðan er hundrað sinnum verri sitja allir heima og bíða eftir því að þjóðin fari í gjaldþrot í stað þess að standa upp og reka þessa stjórn frá völdum og fá utanþingsstjórn til valda hér, alla vega næsta árið til þess að koma einhverju í verk hér á landi. Icesave mun engu breyta, alveg sama hvort það verður fellt eða samþykkt, svo felum okkur ekki á bak við það. Nú vil ég sjá góðan leiðtoga teygja úr skrokknum og blása til alvöru mótmæla, því staðan er mörgum sinnum verri nú heldur en þegar síðustu mótæli voru haldin á Austuvelli en skiluðu engu því miður. 


mbl.is Verðbólga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ætla að huga að komandi kynslóðum og set því X við NEI.

Það er alltaf gaman að lesa skoðanir fólks á Icesave því það eru svo oft sömu rökin með og á móti en mikið er ég búin að kynna mér og lesa um Icesave og er því alveg ákveðin fyrir þjóðarhag að hafna þessum samning. Það er fyrst og fremst vegna þeirra ofurvaxtagreiðslna sem mun lenda á fólkinu eftir nokkur ár og þá blasir gjaldþrotið við. Það má tildæmis spurja Íslendinga hvort þeir vilji greiða skuldir eins og Húsasmiðjunnar, Steypustöðvarinnar og Vallá sem urðu gjaldþrota, viljið þið það, ef ekki þá á það sama við um Landsbankann.
mbl.is Segja já við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar í OECD koma okkur ekki við, núverandi skattar eru að drepa íslensk fyrirtæki.

Þetta sýnir að mínu mati að Steingrímur hefur aldrei verið í sambandi við þjóðfélagið og hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast á klakanum. Hann er spurður út í hvort ekki sé æskilegt að lækka tryggingargjald fyrirtækja en nú þegar hefur hækkununin drepið helling af minni fyrirtækjum. Svarið er að skattar á fyrirtæki séu ekki háir hér á landi miðað við OECD, nú spyr ég. Hvað kemur það málinu við er ekki málið að fyrirtækjum fækkar hér á landi alveg gríðarlega og 600 fyrirtæki eru við það að gefast upp og landflóttinn er miklu meiri en menn gera sér grein fyrir. Það er þetta sem verður að koma í lag strax og koma skattar í öðrum löndum þessu ekkert við.
mbl.is Tillögur um skuldamál 400 fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum ekki gjaldþrot yfir þjóðina, fellum Icesave öll sem eitt.

Það eru að koma svo margar og góðar upplýsingar um þennan blessaða Icesave samning að það virðist vera fásinna að samþykkja hann eins og hann er og blasir þjóðargjaldþrot við eftir 3 til 4 ár vegna greiðsluþunga miðað við samninginn en síðan ef eða þegar krónan fellur næst þá er þetta endanlega búið. Það er enn verið að leyna okkur mikilvægum upplýsingum eins og sést á hegðum ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það var spurt um fyrstu greiðslu Icesave á næsta ári sem er 26 miljarðar og var spurt hvort þetta væri vaxtagreiðsla eða afborgun, 3 þingmenn voru spurðir og engin vissi svarið, er þetta eðlilegt?

 

Hvers vegna tóku Hollendingar og Bretar ekki tilboði því sem gert var 70 miljarða eingreiðslu og þrotabú Landsbankans til sín, já hvers vegna, ætli það sé vegna þess að þeir vilja blóðmjólka Íslendinga vegna vaxtagreiðslna næstu 20 árin eða svo, ætli það sé rétt?

Segjum Nei við Icesave. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband